Tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 12:29 Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Fleiri ættingjar og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, fóru til Írlands í morgun til að aðstoða við leitina. Bróðir Jóns segir að nú sé unnið að því að tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu. Hvarfið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna sem sé þó einbeitt í því að finna hann. Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu borgarinnar tókst að rekja hluta slóðar hans með aðstoð öryggismyndavéla en hefur auk þess ráðist í viðamikla leit úr lofti og með aðstoð leitarhunda. Leitin hefur þó lítinn árangur borið og fóru tíu ættingjar Jóns til Írlands í vikunni til að aðstoða við leitina. Í samráði við írsku lögregluna hófu þeir skipulagða leit að Jóni í gær. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir fleiri ættingja og vini væntanlega í dag. „Það eru fleiri að lenda núna um tíu leytið sem eru að koma frá Íslandi. Eins og staðan er akkúrat núna erum við enn þá tíu og fólk er úti að leita en svo er bara beðið eftir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Davíð Karl. Leitin bar engan árangur í gær en Davíð Karl segir hópinn hafa verið langt fram eftir í gærkvöldi að skipuleggja daginn í dag. „Við erum í góðu sambandi við lögregluna. Bæði varðandi leitina og ef eitthvað kemur nýtt upp. Hvað varðar leitina sem slíka erum við þó svolítið á eigin fótum ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Davíð Karl. Davíð Karl segir að leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Þetta er náttúrulega stór hluti af borginni. Stór hluti af leitinni er að hengja upp veggspjöld og slíkt og tala við gangandi vegfarendur, leigubílstjóra, verslanir og annað. Koma skilaboðum til skila og koma upplýsingunum á framfæri svo að sem flestir séu upplýstir um þetta sem gæti mögulega leitt til þess að einhver gæti veitt okkur upplýsingar sem gætu komið að notum,“ segir Davíð Karl. Hann segir að það sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, ekki að svo stöddu. Málið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna. „Þetta hefur verið rosalega erfið vika síðan hann hvarf. Hefur reynt mikið á okkur en við erum samheldin og höfum hlúð að hvort öðru og reynt að vera jákvæð og einbeitt að því að klára þetta mál,“ segir Davíð Karl. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Fleiri ættingjar og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, fóru til Írlands í morgun til að aðstoða við leitina. Bróðir Jóns segir að nú sé unnið að því að tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu. Hvarfið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna sem sé þó einbeitt í því að finna hann. Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu borgarinnar tókst að rekja hluta slóðar hans með aðstoð öryggismyndavéla en hefur auk þess ráðist í viðamikla leit úr lofti og með aðstoð leitarhunda. Leitin hefur þó lítinn árangur borið og fóru tíu ættingjar Jóns til Írlands í vikunni til að aðstoða við leitina. Í samráði við írsku lögregluna hófu þeir skipulagða leit að Jóni í gær. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir fleiri ættingja og vini væntanlega í dag. „Það eru fleiri að lenda núna um tíu leytið sem eru að koma frá Íslandi. Eins og staðan er akkúrat núna erum við enn þá tíu og fólk er úti að leita en svo er bara beðið eftir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Davíð Karl. Leitin bar engan árangur í gær en Davíð Karl segir hópinn hafa verið langt fram eftir í gærkvöldi að skipuleggja daginn í dag. „Við erum í góðu sambandi við lögregluna. Bæði varðandi leitina og ef eitthvað kemur nýtt upp. Hvað varðar leitina sem slíka erum við þó svolítið á eigin fótum ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Davíð Karl. Davíð Karl segir að leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Þetta er náttúrulega stór hluti af borginni. Stór hluti af leitinni er að hengja upp veggspjöld og slíkt og tala við gangandi vegfarendur, leigubílstjóra, verslanir og annað. Koma skilaboðum til skila og koma upplýsingunum á framfæri svo að sem flestir séu upplýstir um þetta sem gæti mögulega leitt til þess að einhver gæti veitt okkur upplýsingar sem gætu komið að notum,“ segir Davíð Karl. Hann segir að það sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, ekki að svo stöddu. Málið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna. „Þetta hefur verið rosalega erfið vika síðan hann hvarf. Hefur reynt mikið á okkur en við erum samheldin og höfum hlúð að hvort öðru og reynt að vera jákvæð og einbeitt að því að klára þetta mál,“ segir Davíð Karl.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02
Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50
Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30