Vill ekki vanrækja bandamenn lengur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2019 10:00 Vel fór á með utanríkisráðherrunum Mike Pompeo og Guðlaugi Þór Þórðarsyni í Hörpu í gær. Fréttablaðið/Eyþór Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í nokkrar klukkustundir í gær. Átti fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Á blaðamannafundi sögðu utanríkisráðherrarnir frá því að þeir hefðu ákveðið að stofna til samráðsvettvangs um viðskipti ríkjanna. „Það eru enn sóknarfæri í viðskiptasambandi okkar og í dag ákváðum við að stofna samráðsvettvang um viðskipti í því skyni að bæta viðskiptatengsl ríkjanna enn frekar,“ sagði Guðlaugur Þór. Pompeo fór fögrum orðum um samband ríkjanna tveggja og minntist á að íslenskir landkönnuðir hefðu komið til Ameríku löngu áður en Bandaríkin urðu til. „En nú hefur þetta snúist við og Bandaríkjamenn flykkjast til Íslands,“ sagði Pompeo og bætti við: „Viðskiptasamband okkar er sterkt og við vonumst til þess að styrkja það enn frekar. Það mun þessi samráðsvettvangur gera.“ Pompeo sagði viðræður um viðskipti mikilvægar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að leiða saman einkaaðila og fræða þá um tækifæri í öðrum löndum. „Í öðru lagi teljum við að betri skilningur á viðskiptasambandinu leiði af sér tækifæri til enn frekari samvinnu. Hvort sem það felur á endanum í sér formlegan fríverslunarsamning, sem væri afar gott, eða lækkar kostnað og fækkar hindrunum.“ Guðlaugur Þór sagði fríverslun mikilvæga í huga íslenskra stjórnvalda. „Ísland sjálft er gott dæmi um þetta mikilvægi. Áður vorum við á meðal fátækustu þjóða Evrópu en erum nú ein sú ríkasta. Ein ástæðan er sá aðgangur sem við höfum að öðrum mörkuðum,“ sagði hann. „Það gleður mig að heyra orð ráðherrans og að við höfum ákveðið að taka þetta mikilvæga skref.“ Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu vanrækt mikilvæga bandamenn í tíð fyrri ríkisstjórnar og nefndi að bandarískur utanríkisráðherra hafi síðast komið til Íslands árið 2008. „Undanförnum fjórum dögum varði ég í að heimsækja höfuðborgir í Mið- og Austur-Evrópu sem fyrri ríkisstjórn vanrækti einnig. En þetta mun ekki viðgangast lengur. Við munum ekki lengur líta á vini okkar, sannkallaða bandamenn okkar, sem sjálfsagða. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíkri vanrækslu. Hagkerfi okkar eru of nátengd.“ „Við hlökkum til að vinna með ykkur að mikilvægum málum þegar þið takið við formennsku í Norðurslóðaráðinu í maí. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa fylla Kína og Rússland upp í tómarúmið sem myndast. Það er óhjákvæmilegt,“ bætti Pompeo við. Þá sagði hann að Bandaríkin hefðu skilning á mikilvægi norðurslóða og hættum á svæðinu. „Við höfum fylgst með andstæðingum okkar koma sér upp kerfum sem þeir telja að skaði stöðu Bandaríkjanna, Íslands og Evrópu á svæðinu. Það er enn óljóst í hvaða mynd aðgerðir okkar á svæðinu verða en ég er viss um að Bandaríkin og Ísland geta náð árangri með samvinnu á þessu sviði,“ sagði Pompeo. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að norðurslóðir væru friðsamlegur staður og án togstreitu, jafnt í náinni sem fjarlægri framtíð. Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í nokkrar klukkustundir í gær. Átti fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Á blaðamannafundi sögðu utanríkisráðherrarnir frá því að þeir hefðu ákveðið að stofna til samráðsvettvangs um viðskipti ríkjanna. „Það eru enn sóknarfæri í viðskiptasambandi okkar og í dag ákváðum við að stofna samráðsvettvang um viðskipti í því skyni að bæta viðskiptatengsl ríkjanna enn frekar,“ sagði Guðlaugur Þór. Pompeo fór fögrum orðum um samband ríkjanna tveggja og minntist á að íslenskir landkönnuðir hefðu komið til Ameríku löngu áður en Bandaríkin urðu til. „En nú hefur þetta snúist við og Bandaríkjamenn flykkjast til Íslands,“ sagði Pompeo og bætti við: „Viðskiptasamband okkar er sterkt og við vonumst til þess að styrkja það enn frekar. Það mun þessi samráðsvettvangur gera.“ Pompeo sagði viðræður um viðskipti mikilvægar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að leiða saman einkaaðila og fræða þá um tækifæri í öðrum löndum. „Í öðru lagi teljum við að betri skilningur á viðskiptasambandinu leiði af sér tækifæri til enn frekari samvinnu. Hvort sem það felur á endanum í sér formlegan fríverslunarsamning, sem væri afar gott, eða lækkar kostnað og fækkar hindrunum.“ Guðlaugur Þór sagði fríverslun mikilvæga í huga íslenskra stjórnvalda. „Ísland sjálft er gott dæmi um þetta mikilvægi. Áður vorum við á meðal fátækustu þjóða Evrópu en erum nú ein sú ríkasta. Ein ástæðan er sá aðgangur sem við höfum að öðrum mörkuðum,“ sagði hann. „Það gleður mig að heyra orð ráðherrans og að við höfum ákveðið að taka þetta mikilvæga skref.“ Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu vanrækt mikilvæga bandamenn í tíð fyrri ríkisstjórnar og nefndi að bandarískur utanríkisráðherra hafi síðast komið til Íslands árið 2008. „Undanförnum fjórum dögum varði ég í að heimsækja höfuðborgir í Mið- og Austur-Evrópu sem fyrri ríkisstjórn vanrækti einnig. En þetta mun ekki viðgangast lengur. Við munum ekki lengur líta á vini okkar, sannkallaða bandamenn okkar, sem sjálfsagða. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíkri vanrækslu. Hagkerfi okkar eru of nátengd.“ „Við hlökkum til að vinna með ykkur að mikilvægum málum þegar þið takið við formennsku í Norðurslóðaráðinu í maí. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa fylla Kína og Rússland upp í tómarúmið sem myndast. Það er óhjákvæmilegt,“ bætti Pompeo við. Þá sagði hann að Bandaríkin hefðu skilning á mikilvægi norðurslóða og hættum á svæðinu. „Við höfum fylgst með andstæðingum okkar koma sér upp kerfum sem þeir telja að skaði stöðu Bandaríkjanna, Íslands og Evrópu á svæðinu. Það er enn óljóst í hvaða mynd aðgerðir okkar á svæðinu verða en ég er viss um að Bandaríkin og Ísland geta náð árangri með samvinnu á þessu sviði,“ sagði Pompeo. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að norðurslóðir væru friðsamlegur staður og án togstreitu, jafnt í náinni sem fjarlægri framtíð.
Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira