Bankastjóri Arion segir stjórnvöld fara offari í álögum á bankana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 19:15 Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. Arion banki kynnti uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2018 í höfuðstöðvum sínum í dag. En fram hefur komið að alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming milli áranna 2017 og 2018. Ástæður þess má rekja til óhagstæðra aðstæðna að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra. „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ segir Höskuldur. Fram hefur komið að Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári. Höskuldur segir að fjárfesting bankans í United Silicon og Stakkbergi séu ekki stórir áhrifaþættir í uppgjöri ársins 2018. „Gengi þeirra fyrirtækja hefur ekki mikil áhrif á uppgjörið á síðasta ári en hafði áhrif á fyrri tímabilum,“ segir hann. Mánaðalaun Höskuldar eru 6,2 milljónir en hann fékk engar kaupaukagreiðslur í ár vegna þess hve hagnaðurinn dróst saman. „Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur. Þörf á vaxtahækkunHöskuldur segir þörf á að hækka vexti og verið sé að skoða að hækka vexti á fyrirtæki. „Ástæðan er sú vextirnir hafa verið að lækka mikið. Síðan er það hráefnið sem bankinn notar þ.e. tilkostnaður hans við að ná í fjármagn sem hefur aukist. Það þarf þá að endurspeglast í þeim kjörum sem við bjóðum útávið. Að sama skapi hafa skattaálögur og aðrar álögur og kvaðir á bankanna af hálfu hins opinbera verið að aukast. Þessu þurfa bankarnir að mæta með því að hagræða í kostnaði og síðan að velta hluta af þessu út á viðskiptavininn,“ segir Höskuldur.Bankaskatturinn hærri en veiðigjöldinHöskuldur gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini. „Bankaskatturinn er lagður á innstæður viðskiptavini og aðra fjármögnun bankanna. Bankinn þarf þannig að greiða um 370 krónur af hverri 100.000 króna innstæðu. Alls greiða íslensku bankarnir á þrettándu milljarða króna í þennan skatt sem er að ég held meira en hin umtöluðu veiðigjöld. Þetta er í raun bara skattur á innstæður og skattur á fjármögnun bankanna sem er ósanngjarnt. Það eru til einhverjar sambærilegar álögur í þremur til fjórum öðrum Evrópuríkjum en þær eru tíu sinnum lægri. Þarna finnst okkur vera farið offari því þetta lendir bara á neytendum,“ segir Höskuldur. [ Hann segir að með miklum álögum séu stjórnvöld að stýra hegðun neytenda í aðrar áttir. „Stjórnvöld eru að stýra viðskiptavinum annars vegar til erlendra banka eða í áttina að lífeyrissjóðum sem er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Höskuldur H. Ólafsson. Íslenskir bankar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. Arion banki kynnti uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2018 í höfuðstöðvum sínum í dag. En fram hefur komið að alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming milli áranna 2017 og 2018. Ástæður þess má rekja til óhagstæðra aðstæðna að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra. „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ segir Höskuldur. Fram hefur komið að Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári. Höskuldur segir að fjárfesting bankans í United Silicon og Stakkbergi séu ekki stórir áhrifaþættir í uppgjöri ársins 2018. „Gengi þeirra fyrirtækja hefur ekki mikil áhrif á uppgjörið á síðasta ári en hafði áhrif á fyrri tímabilum,“ segir hann. Mánaðalaun Höskuldar eru 6,2 milljónir en hann fékk engar kaupaukagreiðslur í ár vegna þess hve hagnaðurinn dróst saman. „Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur. Þörf á vaxtahækkunHöskuldur segir þörf á að hækka vexti og verið sé að skoða að hækka vexti á fyrirtæki. „Ástæðan er sú vextirnir hafa verið að lækka mikið. Síðan er það hráefnið sem bankinn notar þ.e. tilkostnaður hans við að ná í fjármagn sem hefur aukist. Það þarf þá að endurspeglast í þeim kjörum sem við bjóðum útávið. Að sama skapi hafa skattaálögur og aðrar álögur og kvaðir á bankanna af hálfu hins opinbera verið að aukast. Þessu þurfa bankarnir að mæta með því að hagræða í kostnaði og síðan að velta hluta af þessu út á viðskiptavininn,“ segir Höskuldur.Bankaskatturinn hærri en veiðigjöldinHöskuldur gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini. „Bankaskatturinn er lagður á innstæður viðskiptavini og aðra fjármögnun bankanna. Bankinn þarf þannig að greiða um 370 krónur af hverri 100.000 króna innstæðu. Alls greiða íslensku bankarnir á þrettándu milljarða króna í þennan skatt sem er að ég held meira en hin umtöluðu veiðigjöld. Þetta er í raun bara skattur á innstæður og skattur á fjármögnun bankanna sem er ósanngjarnt. Það eru til einhverjar sambærilegar álögur í þremur til fjórum öðrum Evrópuríkjum en þær eru tíu sinnum lægri. Þarna finnst okkur vera farið offari því þetta lendir bara á neytendum,“ segir Höskuldur. [ Hann segir að með miklum álögum séu stjórnvöld að stýra hegðun neytenda í aðrar áttir. „Stjórnvöld eru að stýra viðskiptavinum annars vegar til erlendra banka eða í áttina að lífeyrissjóðum sem er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Höskuldur H. Ólafsson.
Íslenskir bankar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira