Sé bara einn uppvís að því að halla réttu máli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. febrúar 2019 08:00 Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Fréttablaðið/Anton Brink Fréttamaðurinn Helgi Seljan á RÚV gefur lítið fyrir kröfur um afsökunarbeiðni og boðaða málsókn hjónanna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram gegn honum, Sigmari Guðmundssyni og Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra. „Það er alveg sama hversu marga dálksentimetra Jón Baldvin Hannibalsson tekur undir þessar greinar sínar og hversu oft hann birtir þær, það er bara einn maður sem hefur orðið uppvís að því að halla réttu máli í sínum málflutningi vegna þessa alls og það ítrekað. Kennitalan hans er í Mogganum í dag, er mér sagt,“ sagði Helgi Seljan um málið. Grein, undirrituð af Jóni Baldvini og Bryndísi með kennitölum þeirra, var birt í Morgunblaðinu í gær. Í henni er útvarpsstjóra gefinn sjö daga frestur til að draga til baka ummæli sem féllu í útvarpsþætti þar sem Sigmar og Helgi ræddu við Aldísi Schram, dóttur þeirra hjóna. Einnig segja þau að útvarpsstjóri eigi að veita Helga og Sigmari alvarlega áminningu fyrir gróf brot á siðareglum Ríkisútvarpsins og að biðja eigi áheyrendur afsökunar á vinnubrögðum þeirra. „En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völd um RÚV,“ skrifa þau Bryndís og Jón. Fjölskylda þeirra hafi beðið óbætanlegt tjón af völd um umfjöllunar fréttamanna RÚV. Útvarpsstjóri telur heldur ekki til efni til þess biðja hjónin afsökunar. Hann segir fréttagildi viðtalsins hafi verið ótvírætt og að siðareglur hafi verið virtar við gerð þess. Magnús sagði Jón Baldvin ekki hafa haft beint samband við sig vegna málsins. Ef þau Jón Baldvin og Bryndís telji á sér brotið bendir Magnús Geir á siðanefnd RÚV eða siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Þangað sé alltaf hægt að leita. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Fréttamaðurinn Helgi Seljan á RÚV gefur lítið fyrir kröfur um afsökunarbeiðni og boðaða málsókn hjónanna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram gegn honum, Sigmari Guðmundssyni og Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra. „Það er alveg sama hversu marga dálksentimetra Jón Baldvin Hannibalsson tekur undir þessar greinar sínar og hversu oft hann birtir þær, það er bara einn maður sem hefur orðið uppvís að því að halla réttu máli í sínum málflutningi vegna þessa alls og það ítrekað. Kennitalan hans er í Mogganum í dag, er mér sagt,“ sagði Helgi Seljan um málið. Grein, undirrituð af Jóni Baldvini og Bryndísi með kennitölum þeirra, var birt í Morgunblaðinu í gær. Í henni er útvarpsstjóra gefinn sjö daga frestur til að draga til baka ummæli sem féllu í útvarpsþætti þar sem Sigmar og Helgi ræddu við Aldísi Schram, dóttur þeirra hjóna. Einnig segja þau að útvarpsstjóri eigi að veita Helga og Sigmari alvarlega áminningu fyrir gróf brot á siðareglum Ríkisútvarpsins og að biðja eigi áheyrendur afsökunar á vinnubrögðum þeirra. „En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völd um RÚV,“ skrifa þau Bryndís og Jón. Fjölskylda þeirra hafi beðið óbætanlegt tjón af völd um umfjöllunar fréttamanna RÚV. Útvarpsstjóri telur heldur ekki til efni til þess biðja hjónin afsökunar. Hann segir fréttagildi viðtalsins hafi verið ótvírætt og að siðareglur hafi verið virtar við gerð þess. Magnús sagði Jón Baldvin ekki hafa haft beint samband við sig vegna málsins. Ef þau Jón Baldvin og Bryndís telji á sér brotið bendir Magnús Geir á siðanefnd RÚV eða siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Þangað sé alltaf hægt að leita.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira