Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 23:48 Shamina Begum er hér lengst til hægri. Vísir/EPA Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul, ólétt og vill komast aftur heim. Eiginmaður hennar er í haldi sýrlenskra Kúrda og tvö börn sem hún eignaðist eru látin. Hún segist þó ekki sjá eftir því að hafa farið til Sýrlands. Stúlkurnar þrjár yfirgáfu Bretland í febrúar árið 2015. Þær sögðu foreldrum sínum ekki hvað þær ætluðu sér að gera. Hinar tvær voru Amira Abase, sem einnig var fimmtán ára gömul, og Kadiza Sultana, sextán ára. Ein þeirra féll, samkvæmt Begum, í loftárás og ekki er vitað hvar sú þriðja er niðurkomin. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Í viðtali við Times (áskriftarvefur) segir Begum að hún hafi sóst eftir því að giftast vígamanni sem talaði ensku og væri á aldrinum 20 til 25. Tíu dögum seinna giftist hún 27 ára manni frá Hollandi og var hún með honum þar til fyrir tveimur vikum.Þeim tókst að flýja frá bænum Baghuz sem er kallaður síðasti bær kalífadæmisins. Kúrdar og bandamenn þeirra eru nú nálægt því að sigra ISIS-liða þar með stuðningi Bandaríkjanna. Eftir að þau flúðu gafst eigimaður Begum upp og er hann nú í haldi regnhlífarsamtakanna Syrian Democratic Forces eða SDF, eins og hundruð annarra erlendra vígamanna ISIS. Begum er nú ásamt um 39 þúsund öðrum í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands og segist hún komin um níu mánuði á leið. Fyrsta barn hennar, tæplega tveggja ára stúlka, dó fyrir um mánuði síðan og annað barn hennar dó vegna vannæringar fyrir um þremur mánuðum.Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjólBegum segist óttast um að þriðja barn hennar verði einnig veikt og því vilji hún komast aftur til Bretlands. Svo barnið gæti komist undir læknishendur. „Ég mun gera hvað sem ég þarf til að komast aftur heim og geta búið í friði með barni mínu.“ Það er þó alfarið óljóst hvort Begum muni komast heim. SDF er með hundruð erlendra vígamanna og erlendar eiginkonur vígamanna og börn þeirra í haldi. Hingað til hafa heimaríki þessa fólks ekki sýnt mikinn vilja til að taka á móti þeim aftur. Bandaríkin hafa þó á undanförnum vikum kallað eftir því að heimaríki fólksins taki ábyrgð á þeim en við litlar undirtektir. Ríkisstjórn Donald Trump hefur lýst því yfir að hermenn þeirra verði kallaðir heim til Bandaríkjanna eftir að kalífadæmið er fallið og óttast er að Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árásir á þá, eins og þeir hafa ítrekað hótað að gera. Því gætu þeir flúið. Bretland Sýrland Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul, ólétt og vill komast aftur heim. Eiginmaður hennar er í haldi sýrlenskra Kúrda og tvö börn sem hún eignaðist eru látin. Hún segist þó ekki sjá eftir því að hafa farið til Sýrlands. Stúlkurnar þrjár yfirgáfu Bretland í febrúar árið 2015. Þær sögðu foreldrum sínum ekki hvað þær ætluðu sér að gera. Hinar tvær voru Amira Abase, sem einnig var fimmtán ára gömul, og Kadiza Sultana, sextán ára. Ein þeirra féll, samkvæmt Begum, í loftárás og ekki er vitað hvar sú þriðja er niðurkomin. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Í viðtali við Times (áskriftarvefur) segir Begum að hún hafi sóst eftir því að giftast vígamanni sem talaði ensku og væri á aldrinum 20 til 25. Tíu dögum seinna giftist hún 27 ára manni frá Hollandi og var hún með honum þar til fyrir tveimur vikum.Þeim tókst að flýja frá bænum Baghuz sem er kallaður síðasti bær kalífadæmisins. Kúrdar og bandamenn þeirra eru nú nálægt því að sigra ISIS-liða þar með stuðningi Bandaríkjanna. Eftir að þau flúðu gafst eigimaður Begum upp og er hann nú í haldi regnhlífarsamtakanna Syrian Democratic Forces eða SDF, eins og hundruð annarra erlendra vígamanna ISIS. Begum er nú ásamt um 39 þúsund öðrum í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands og segist hún komin um níu mánuði á leið. Fyrsta barn hennar, tæplega tveggja ára stúlka, dó fyrir um mánuði síðan og annað barn hennar dó vegna vannæringar fyrir um þremur mánuðum.Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjólBegum segist óttast um að þriðja barn hennar verði einnig veikt og því vilji hún komast aftur til Bretlands. Svo barnið gæti komist undir læknishendur. „Ég mun gera hvað sem ég þarf til að komast aftur heim og geta búið í friði með barni mínu.“ Það er þó alfarið óljóst hvort Begum muni komast heim. SDF er með hundruð erlendra vígamanna og erlendar eiginkonur vígamanna og börn þeirra í haldi. Hingað til hafa heimaríki þessa fólks ekki sýnt mikinn vilja til að taka á móti þeim aftur. Bandaríkin hafa þó á undanförnum vikum kallað eftir því að heimaríki fólksins taki ábyrgð á þeim en við litlar undirtektir. Ríkisstjórn Donald Trump hefur lýst því yfir að hermenn þeirra verði kallaðir heim til Bandaríkjanna eftir að kalífadæmið er fallið og óttast er að Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árásir á þá, eins og þeir hafa ítrekað hótað að gera. Því gætu þeir flúið.
Bretland Sýrland Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira