Kakkalakkar og húsflugur gætu hagnast á gríðarlegri hnignun skordýra Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 16:09 Skordýr eins og saurbjöllur veita vistkerfum mikilvæga þjónustu eins og að nýta úrgang. Fjöldi álagsþátta ógnar nú skordýrategundum á jörðinni, þar á meðal búsvæðatap, iðnaðarlandbúnaður, eiturefnanotkun og loftslagsbreytingar. Vísir/Getty Skordýr eins og býflugur, maurar og bjöllur hverfa nú átta sinnum hraðar en spendýr, fuglar og skriðdýr. Samantekt á niðurstöðum vísindarannsókna bendir til þess að um 40% skordýrategunda hnigni nú gríðarlega. Það gæti verið vatn á myllu annarra tegunda eins og kakkalakka og húsflugna. Iðnaðarlandbúnaður, skordýraeitur og loftslagsbreytingar eru sagðar orsakir hnignunar skordýraríkisins á jörðinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta kemur fram í samantekt á 73 vísindarannsóknum sem birtar hafa verið undanfarin þrettán ár og var birt í tímaritinu Biological Conservation. Niðurstaðan er að allt að 40% skordýra gætu orðið útdauð á næstu áratugum. Ein af hverjum þremur skordýrategundum er talin í útrýmingarhættu. Slíkur aldauði hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar. Skordýr eru fæði fugla, leðurblakna og smærri spendýra, fræva 75% nytjaplantna, endurnýja jarðveg og halda ýmsum meindýrum í skefjum. Fleiri dýrategundir hærra í fæðukeðjunni gætu þannig horfið með skordýrunum. Ein aukaverkun dauða skordýrategundanna gæti verið að algeng meindýr sem herja á bústaði manna eins og kakkalakkar og húsflugur sem fjölga sér hratt gætu dafnað í hlýrra loftslagi á meðan náttúrulegir óvinir þeirra sem fjölga sér hægar hverfa á braut. „Það er mjög sennilegt að við endum með plágu fárra meindýra en við missum öll þessi yndislegu sem við viljum eins og bjöllur og randaflugur og fiðrildin og saurbjöllur sem standa sig frábærlega í að farga dýraúrgangi,“ segir Dave Goulson, prófessor við Sussex-háskóla. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Skordýr eins og býflugur, maurar og bjöllur hverfa nú átta sinnum hraðar en spendýr, fuglar og skriðdýr. Samantekt á niðurstöðum vísindarannsókna bendir til þess að um 40% skordýrategunda hnigni nú gríðarlega. Það gæti verið vatn á myllu annarra tegunda eins og kakkalakka og húsflugna. Iðnaðarlandbúnaður, skordýraeitur og loftslagsbreytingar eru sagðar orsakir hnignunar skordýraríkisins á jörðinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta kemur fram í samantekt á 73 vísindarannsóknum sem birtar hafa verið undanfarin þrettán ár og var birt í tímaritinu Biological Conservation. Niðurstaðan er að allt að 40% skordýra gætu orðið útdauð á næstu áratugum. Ein af hverjum þremur skordýrategundum er talin í útrýmingarhættu. Slíkur aldauði hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi jarðar. Skordýr eru fæði fugla, leðurblakna og smærri spendýra, fræva 75% nytjaplantna, endurnýja jarðveg og halda ýmsum meindýrum í skefjum. Fleiri dýrategundir hærra í fæðukeðjunni gætu þannig horfið með skordýrunum. Ein aukaverkun dauða skordýrategundanna gæti verið að algeng meindýr sem herja á bústaði manna eins og kakkalakkar og húsflugur sem fjölga sér hratt gætu dafnað í hlýrra loftslagi á meðan náttúrulegir óvinir þeirra sem fjölga sér hægar hverfa á braut. „Það er mjög sennilegt að við endum með plágu fárra meindýra en við missum öll þessi yndislegu sem við viljum eins og bjöllur og randaflugur og fiðrildin og saurbjöllur sem standa sig frábærlega í að farga dýraúrgangi,“ segir Dave Goulson, prófessor við Sussex-háskóla.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00
2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28