Drengurinn kom í heiminn eftir móðir hans þurfti að gangast undir bráðakeisara í ágúst síðastliðinn. Var hann svo lítill að hægt var að koma honum fyrir í lófum fullorðinnar manneskju.

Drengurinn, sem kom í heiminn eftir 24 vikna meðgöngu, er nú 3,2 kíló að þyngd og nærist eðlilega. Móðir drengsins kveðst ánægð með að hann hafi stækkað líkt og raunin varð þar sem hún hafi ekki verið sannfærð um að hann myndi lifa af.
Fyrra „metið“ átti drengur sem kom í heiminn í Þýskalandi, en hann vó þá 274 grömm. Minnsta stúlkubarn sem hefur komið í heiminn og síðar verið útskrifuð við góða heilsu kom einnig í heiminn í Þýskalandi, árið 2015. Hún vó 252 grömm við fæðingu.