Þingflokkur Miðflokksins kom saman til fundar í dag í fyrsta skipti eftir fjölgun í þingmannaliði hans í dag. Þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason sem kjörnir voru á þing fyrir Flokk fólksins í október 2017 gengu formlega til liðs við flokkinn á föstudag eftir að hafa verið utan flokka frá því í lok nóvember þegar þeim var vísað úr Flokki fólksins.
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag.
Miðflokkurinn er nú stærstur þingflokka stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn, átta karla og eina konu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins telur eðlilegt að skipað verði á ný í nefndir þingsins eftir breytinguna en formleg ósk um það hefur ekki komið fram á Alþingi.
Til að samkomulag stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir þingsins frá því ný stjórn var mynduð verði tekið upp, þurfa þrettán þingmenn annarra flokka að styðja slíka tillögu.
Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki
Tengdar fréttir

Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum
Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi.

Inga hlær að Halldóri í Holti og Klausturkörlum
Inga Sæland telur Ólaf og Karl Gauta enga vagna draga.

Aðrir gætu myndað blokk gegn Miðflokknum um nefndaskipan
Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins.