Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa enn sem komið er ekki farið að skemmdunum vegna veðurs mikið hvassviðri er á þessum slóðum og má þar nefna að hviður hafa náð yfir 50 metra á sekúndu við Hvalsnes þar sem rúður sprungu í fimm bílum í morgun.
Björgunarsveitarmenn hafa haft í nógu að snúast á svæðinu það sem af er degi við að hjálpa ferðamönnum í vanda og tryggja þakplötur og girðingar sem hafa fokið.
