Allt voru þetta bílar sem erlendir ferðamenn voru með á leigu en útkall barst til björgunarsveitarinnar upp úr klukkan níu í morgun.
Voru ferðamennirnir ferjaðir á nálægan sveitabæ og er nú unnið að því að flytja þá til Hornafjarðar. Jóna Margrét Jónsdóttir, sem er í aðgerðastjórn Björgunarfélags Hornafjarðar, segir engan hafa sakað.

Fram að hádegi hafa þeir einnig verið kallaðir út vegna girðinga sem hafa fokið og þá hefur klæðning fokið af veginum í Lónssveit sem liggur að Almannaskarðsgöngunum en honum hefur nú verið lokað.
Jóna Margrét segir að vind hafi tekið að lægja núna í hádeginu en veðrið mun ganga niður upp úr klukkan 14 í dag.
