Ísland sé feimið við að tryggja rétt fatlaðra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Ummæli dómsmálaráðherra fóru öfugt ofan í ÖBÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenska ríkið virðist feimið við að skuldbinda sig til að tryggja fötluðum jafnan rétt á við aðra að mati lögmanns hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Nauðsynlegt sé að taka sig á til að tryggja eitt samfélag fyrir alla. Í september 2016 samþykkti Alþingi einróma þingsályktun um heimild handa ríkisstjórninni til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði þingið enn fremur um skyldu til að fullgilda valkvæðan viðauka við samninginn fyrir árslok 2017. Viðaukinn felur í sér leið fyrir einstaklinga til að kvarta til nefndar SÞ um réttindi fatlaðs fólks telji það á sér brotið. Einnig getur nefndin rannsakað alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum samþykki ríkið það. Í fyrirspurnatíma á þingi síðastliðinn mánudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hví ekki væri búið að fullgilda bókunina líkt og þingsályktunin kveður á um. Til andsvara var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra en hún var meðal þingmanna sem samþykktu ályktunina árið 2016. Í svari sínu sagði ráðherrann að þingsályktunartillögur fái aðra meðferð en lagafrumvörp á þingi og að ekki væri búið að kostnaðarmeta hana.„Fyrir nokkrum árum ályktaði Alþingi að valkvæði viðaukinn skyldi einnig fullgiltur en við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að þessi samningur er ekki bara tilgangslaus heldur segir í þingsályktuninni að hann feli ekki í sér ný réttindi til fatlaðs fólks heldur feli í sér að erlend eftirlitsnefnd hagsmunaaðila muni skera úr um stöðu þeirra sem skjóta máli sínu til nefndarinnar,“ sagði ráðherrann í pontu þingsins. Þá sagði hún að ekki væru gerðar miklar hæfniskröfur til setu í nefndinni og að úrlausnir hennar uppfylltu ekki kröfur sem gera þarf til dómsúrlausna. Þá væru álit nefndarinnar ekki bindandi og því óhagstæðari en að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Rétt er þó að benda á að landslögum samkvæmt eru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. „Samningurinn felur ekki í sér nein sérréttindi fatlaðs fólks en á að tryggja að fatlað fólk njóti réttar síns til jafns við aðra. Viðaukinn felur í sér einstaklingsbundna samskiptaleið, þegar fólk telur að á sér hafi verið brotið. Þessi samskiptaleið hefur reynst fólki vel, til dæmis þurftu Svíar að taka í gegn alla sína byggingarlöggjöf í kjölfar fyrsta málsins sem fór fyrir nefndina. Orð ráðherra um að bókunin sé óþörf felur í raun í sér vanvirðingu við bókunina sjálfa. Það er ástæða fyrir því að hún er til,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá ÖBÍ. Ísland hafi yfirleitt tekið sér langan tíma í að verða aðilar að alþjóðasamningum og bókunum á þessu sviði og einhverrar feimni virðist gæta. „Sá sem hefur ekkert að fela er ekki feiminn við eftirlit. Alþjóðasamfélagið sér auðveldlega í gegnum þetta,“ segir Sigurjón. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íslenska ríkið virðist feimið við að skuldbinda sig til að tryggja fötluðum jafnan rétt á við aðra að mati lögmanns hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Nauðsynlegt sé að taka sig á til að tryggja eitt samfélag fyrir alla. Í september 2016 samþykkti Alþingi einróma þingsályktun um heimild handa ríkisstjórninni til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði þingið enn fremur um skyldu til að fullgilda valkvæðan viðauka við samninginn fyrir árslok 2017. Viðaukinn felur í sér leið fyrir einstaklinga til að kvarta til nefndar SÞ um réttindi fatlaðs fólks telji það á sér brotið. Einnig getur nefndin rannsakað alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum samþykki ríkið það. Í fyrirspurnatíma á þingi síðastliðinn mánudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hví ekki væri búið að fullgilda bókunina líkt og þingsályktunin kveður á um. Til andsvara var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra en hún var meðal þingmanna sem samþykktu ályktunina árið 2016. Í svari sínu sagði ráðherrann að þingsályktunartillögur fái aðra meðferð en lagafrumvörp á þingi og að ekki væri búið að kostnaðarmeta hana.„Fyrir nokkrum árum ályktaði Alþingi að valkvæði viðaukinn skyldi einnig fullgiltur en við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að þessi samningur er ekki bara tilgangslaus heldur segir í þingsályktuninni að hann feli ekki í sér ný réttindi til fatlaðs fólks heldur feli í sér að erlend eftirlitsnefnd hagsmunaaðila muni skera úr um stöðu þeirra sem skjóta máli sínu til nefndarinnar,“ sagði ráðherrann í pontu þingsins. Þá sagði hún að ekki væru gerðar miklar hæfniskröfur til setu í nefndinni og að úrlausnir hennar uppfylltu ekki kröfur sem gera þarf til dómsúrlausna. Þá væru álit nefndarinnar ekki bindandi og því óhagstæðari en að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Rétt er þó að benda á að landslögum samkvæmt eru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. „Samningurinn felur ekki í sér nein sérréttindi fatlaðs fólks en á að tryggja að fatlað fólk njóti réttar síns til jafns við aðra. Viðaukinn felur í sér einstaklingsbundna samskiptaleið, þegar fólk telur að á sér hafi verið brotið. Þessi samskiptaleið hefur reynst fólki vel, til dæmis þurftu Svíar að taka í gegn alla sína byggingarlöggjöf í kjölfar fyrsta málsins sem fór fyrir nefndina. Orð ráðherra um að bókunin sé óþörf felur í raun í sér vanvirðingu við bókunina sjálfa. Það er ástæða fyrir því að hún er til,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá ÖBÍ. Ísland hafi yfirleitt tekið sér langan tíma í að verða aðilar að alþjóðasamningum og bókunum á þessu sviði og einhverrar feimni virðist gæta. „Sá sem hefur ekkert að fela er ekki feiminn við eftirlit. Alþjóðasamfélagið sér auðveldlega í gegnum þetta,“ segir Sigurjón.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira