ISIS-liðar sýna mátt sinn í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 12:58 Sýrlenskir Kúrdar fylgjast með loftárás gegn ISIS í Sýrlandi. AP/Felipe Dana Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. Líklegast þykir að minnst þúsund vígamenn hafi flúið og farið til Írak. Þar ógni þeir viðkvæmu öryggi landsins og íbúum þess. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska og írakska hersins. Þeir segja ljóst að umsvif ISIS séu að aukast í Írak.ISIS-liðar frá Sýrlandi og Írak hafa snúið sér aftur að hefðbundnum skæruhernaði, hryðjuverkum, launmorðum og fjárkúgun í þeim löndum en þó sérstaklega í fjórum héruðum Írak. Þar hafa vígamenn kúgað mikið fé af íbúum, eins og þeir gerðu víða á árum áður. Þrátt fyrir að um tuttugu þúsund hermenn vakti landamærin Íraksmegin hafa vígamenn komist fram hjá varðstöðvunum með því að fara í gegnum eyðimörk norður af átakasvæðinu í Sýrlandi og með því að dulbúast og lauma sér yfir landamærin að nóttu til. Hershöfðinginn Yahya Rasoul, talsmaður írakska hersins, segir yfirvöld þar í landi telja að á milli fimm og sjö þúsund vígamenn Íslamska ríkisins séu virkir í Írak. „Íslamska ríkið er að reyna að sýna mátt sinn í Írak vegna pressunnar gagnvart þeim í Sýrlandi,“ segir Rasoul við AP. Hann segir vígamennina hafa falið fé og vopn víða um svæðið, þegar þeir höfðu stjórn á því og hafi nú greiðan aðgang að þeim birgðum. Rasoul sagði Íraka eiga erfitt með að kveða niður ISIS-liða vegna erfiðleika við upplýsingaöflun og framkvæmd loftárása. Svæðið sé það erfitt yfirferða og strjálbýlt að bestu herjir heimsins ættu erfitt með að stjórna því að fullu. Írak Sýrland Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. Líklegast þykir að minnst þúsund vígamenn hafi flúið og farið til Írak. Þar ógni þeir viðkvæmu öryggi landsins og íbúum þess. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska og írakska hersins. Þeir segja ljóst að umsvif ISIS séu að aukast í Írak.ISIS-liðar frá Sýrlandi og Írak hafa snúið sér aftur að hefðbundnum skæruhernaði, hryðjuverkum, launmorðum og fjárkúgun í þeim löndum en þó sérstaklega í fjórum héruðum Írak. Þar hafa vígamenn kúgað mikið fé af íbúum, eins og þeir gerðu víða á árum áður. Þrátt fyrir að um tuttugu þúsund hermenn vakti landamærin Íraksmegin hafa vígamenn komist fram hjá varðstöðvunum með því að fara í gegnum eyðimörk norður af átakasvæðinu í Sýrlandi og með því að dulbúast og lauma sér yfir landamærin að nóttu til. Hershöfðinginn Yahya Rasoul, talsmaður írakska hersins, segir yfirvöld þar í landi telja að á milli fimm og sjö þúsund vígamenn Íslamska ríkisins séu virkir í Írak. „Íslamska ríkið er að reyna að sýna mátt sinn í Írak vegna pressunnar gagnvart þeim í Sýrlandi,“ segir Rasoul við AP. Hann segir vígamennina hafa falið fé og vopn víða um svæðið, þegar þeir höfðu stjórn á því og hafi nú greiðan aðgang að þeim birgðum. Rasoul sagði Íraka eiga erfitt með að kveða niður ISIS-liða vegna erfiðleika við upplýsingaöflun og framkvæmd loftárása. Svæðið sé það erfitt yfirferða og strjálbýlt að bestu herjir heimsins ættu erfitt með að stjórna því að fullu.
Írak Sýrland Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira