Keflavík og FH gerðu jafntefli í Lengjubikar karla. Liðin mættust í Reykjaneshöllinni í kvöld.
Steven Lennon kom FH yfir úr vítaspyrnu á 45. mínútu en Ingimundur Aron Guðnason jafnaði metin snemma í seinni hálfleik.
Á 88. mínútu leit út fyrir að Brandur Olsen hefði tryggt FH sigurinn með marki en aðeins mínútu seinna voru Keflvíkingar búnir að jafna með marki frá Anton Frey Guðlaugssyni.
Leik lauk með 2-2 jafntefli.
Bæði lið unnu sinn fyrsta leik í riðli 4 og eru því bæði nú með fjögur stig.
Keflavík bjargaði stigi gegn FH
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti
