Nemendur sárir og reiðir vegna skemmdarverka sem unnin voru á Kvennaskólanum Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 11:16 Þessi skilaboð biðu nemendum skólans í morgun. Aðsend Skemmdarverk voru unnin á húsakynnum Kvennaskólans í Reykjavík í nótt. Búið var að spreyja ókvæðisorðum á byggingar skólans, þar á meðal „FUCK YOU!“ og „KVENNÓ LESSUR“. „Það er mikil kvenfyrirlitning í þessum skilaboðum og við höfum áhyggjur af þessum hugsunarhætti,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans. Mögulega sé um einhverskonar framhaldsskólahúmor að ræða sem skólameistarinn segist hafa engan skilning á. Í gegnum tíðina hafi ýmis skemmdarverk verið unnin á byggingum skólann sem hafði einhverja tengingu við keppni á milli skóla en Hjalti segist ekki gera sér grein fyrir því hvort að þetta tilvik tengist slíku.„Maður kemur kannski til vinnu á morgnanna og þá er búið að grýta eggjum eða spreyja á skólann,“ segir Hjalti. Hann á eftir að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að fá úr því skorið hverjir voru þarna á ferð en það er í skoðun hvort málið verði tilkynnt til lögreglu. Vanalega er haft samband við stjórnendur annarra framhaldsskóla og þeir aðstoða hvor aðra við að reyna að uppræta svona hugsunarhætti. „Þeim var mjög brugðið,“ segir Hjalti spurður út í viðbrögð nemenda þegar þeir sáu þessi skilaboð í morgun. „Þeim finnst þetta mjög niðurlægjandi þetta er svo langt frá því að þau hugsi á þessum nótum. Þau er sár og reið.“ Voru skemmdarverkin framin á miðbæjarskólanum og gamla skólanum. Hann segir að verið sé að hreinsa húsakynnin eins og hægt er að líkast til þurfi að mála yfir þetta. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á húsakynnum Kvennaskólans í Reykjavík í nótt. Búið var að spreyja ókvæðisorðum á byggingar skólans, þar á meðal „FUCK YOU!“ og „KVENNÓ LESSUR“. „Það er mikil kvenfyrirlitning í þessum skilaboðum og við höfum áhyggjur af þessum hugsunarhætti,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans. Mögulega sé um einhverskonar framhaldsskólahúmor að ræða sem skólameistarinn segist hafa engan skilning á. Í gegnum tíðina hafi ýmis skemmdarverk verið unnin á byggingum skólann sem hafði einhverja tengingu við keppni á milli skóla en Hjalti segist ekki gera sér grein fyrir því hvort að þetta tilvik tengist slíku.„Maður kemur kannski til vinnu á morgnanna og þá er búið að grýta eggjum eða spreyja á skólann,“ segir Hjalti. Hann á eftir að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að fá úr því skorið hverjir voru þarna á ferð en það er í skoðun hvort málið verði tilkynnt til lögreglu. Vanalega er haft samband við stjórnendur annarra framhaldsskóla og þeir aðstoða hvor aðra við að reyna að uppræta svona hugsunarhætti. „Þeim var mjög brugðið,“ segir Hjalti spurður út í viðbrögð nemenda þegar þeir sáu þessi skilaboð í morgun. „Þeim finnst þetta mjög niðurlægjandi þetta er svo langt frá því að þau hugsi á þessum nótum. Þau er sár og reið.“ Voru skemmdarverkin framin á miðbæjarskólanum og gamla skólanum. Hann segir að verið sé að hreinsa húsakynnin eins og hægt er að líkast til þurfi að mála yfir þetta.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira