Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Ari Brynjólfsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir málið litið grafalvarlegum augum. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðs, reikningum sem viðkomandi hafði aðgang að í gegnum störf sín fyrir sveitarfélagið. Guðmundur segir að búið sé að bæta þessu fólki tjónið og það sé nú í höndum bæjarins að sækja bætur. Rannsóknin mun vera vel á veg komin. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri með fjárdráttarmál til rannsóknar sem sneri að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Aðeins einn aðili væri til rannsóknar og að meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til aðgerða um leið og málið komst upp. Starfsmanninum var vikið úr starfi og málið kært til lögreglu fyrir hönd skjólstæðinganna, en um er ræða viðkvæman hóp sem þarf á þjónustu sveitarfélagsins að halda. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ segir Guðmundur. Málið komst upp við innra eftirlit bæjarins og segir Guðmundur að málið hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á verkferlum. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir málið litið grafalvarlegum augum. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðs, reikningum sem viðkomandi hafði aðgang að í gegnum störf sín fyrir sveitarfélagið. Guðmundur segir að búið sé að bæta þessu fólki tjónið og það sé nú í höndum bæjarins að sækja bætur. Rannsóknin mun vera vel á veg komin. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri með fjárdráttarmál til rannsóknar sem sneri að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Aðeins einn aðili væri til rannsóknar og að meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til aðgerða um leið og málið komst upp. Starfsmanninum var vikið úr starfi og málið kært til lögreglu fyrir hönd skjólstæðinganna, en um er ræða viðkvæman hóp sem þarf á þjónustu sveitarfélagsins að halda. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ segir Guðmundur. Málið komst upp við innra eftirlit bæjarins og segir Guðmundur að málið hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á verkferlum. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira