Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur greinst með brjóstakrabbamein og víkur af þingi til að takast á við veikindin. „Það er þess eðlis að ég þarf að fara í harða meðferð gegn því.“
Hún segist hafa fengið stórt verkefni til að takast á við í lífinu og ætlar að einhenda sér í verkið af öllum þunga. „Ég hef aldrei farið í baráttu til að tapa og hyggst ekki byrja á því núna. Bjartsýn, einbeitt, ákveðin og umvafin mínu fólki ætla ég að takast á við verkefnið.“
Þórunn er formaður þingflokks Framsóknar. Hún hefur setið á þingi frá árinu 2013. Willum Þór Þórsson verður formaður þingflokks Framsóknarflokksins.
Þórunn víkur af þingi vegna krabbameins
Baldur Guðmundsson skrifar
