„Við erum að tala um forstjóra og framkvæmdastjóra. Nú erum við með fyrirtæki sem eru kannski stór fyrirtæki rekin með sjálfstæða framkvæmdastjóra á nokkrum starfsstöðvum. þessir æðstu stjórnendur hugsanlega geta gengið í störf sinna undirmanna en aðrir ekki. Ekki millistjórnendur og ekki lægra settir stjórnendur," segir Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ.
Ekki megi heldur kalla til fjölskyldu í vinnu nema þá allra nánustu. Ásamt hótelstjóra á Hótel Sögu voru nemar til taks í dag.
„Svo erum við með fjóra erlenda nema í hótelstjórnun frá Evrópu. Við erum svo heppin að vera með þau í húsi. Þannig að þau verða með okkur í dag,” sagði Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstýra á Hótel Sögu.
Ef þú ert með nema hjá þér, sem eru að læra, mega þeir ganga í störf meðan á verkfalli stendur?
„Nei það mega þeir ekki. Ekki frekar en nokkrir aðrir. Verkfallið tekur til allra sem eru á þessu samningsviði. Atvinnurekendur mega ekki reyna að brjóta verkfallið á bak með því að fá aðra til þess að ganga í störf verkfallsmanna og ekki þennan hóp heldur," leggur Magnús áherslu á.