Ríkisstjórn Finnlands segir af sér eftir skipbrot heilbrigðisumbóta Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 08:19 Gamanið er búið hjá ríkisstjórn Juha Sipilä í bili. Vísir/EPA Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að færa forseta landsins afsagnarbréf eftir að miðhægri ríkisstjórn hans féll frá meiriháttar umbótum á heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu í dag. Umbæturnar voru stærsta málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar áður en kosið verður til þings í næsta mánuði.Finnska ríkisútvarpið YLE segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar við forsetahöllina klukkan 8:45 á íslenskum tíma. Sipilä ætlaði að afhenda forsetanum afsagnarbréf ríkisstjórnar sinnar klukkan 8:00. Financial Times segir að Sauli Niinistö forseti hafi fallist á afsögnina og beðið Sipilä um að stýra ríkisstjórninni fram að kosningnum 14. apríl. Þrír flokkar hafa unnið saman í ríkisstjórn Finnlands frá því í maí árið 2015. Auk Miðflokks Sipilä sitja Þjóðarbandalagið og Blái umbótaflokkurinn í ríkisstjórninni. Síðastnefndi flokkurinn varð til þegar nítján þingmenn sögðu skilið við hægriflokkinn Sanna Finna árið 2017 í kjölfar innanflokksátaka. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíaldemókratar bæti við sig mestu fylgi í kosningunum í næsta mánuði og fengi um fimmtung atkvæða. Miðflokkur Sipilä fengi fjórtán prósent ef kosið yrði nú. Lengi hefur staðið til að hrista upp í heilbrigðiskerfi Finnlands enda eru Finnar á meðal þeirra þjóða sem eldast hvað hraðast. Erfitt hefur þó reynst að koma slíkum breytingum í gegnum finnska þingið. Tilraunin nú er sögð hafa strandað á því að ríkisstjórn Sipilä bætti við umbótum á lögum um sveitarstjórnir sem reyndust umdeildar. Finnland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að færa forseta landsins afsagnarbréf eftir að miðhægri ríkisstjórn hans féll frá meiriháttar umbótum á heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu í dag. Umbæturnar voru stærsta málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar áður en kosið verður til þings í næsta mánuði.Finnska ríkisútvarpið YLE segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar við forsetahöllina klukkan 8:45 á íslenskum tíma. Sipilä ætlaði að afhenda forsetanum afsagnarbréf ríkisstjórnar sinnar klukkan 8:00. Financial Times segir að Sauli Niinistö forseti hafi fallist á afsögnina og beðið Sipilä um að stýra ríkisstjórninni fram að kosningnum 14. apríl. Þrír flokkar hafa unnið saman í ríkisstjórn Finnlands frá því í maí árið 2015. Auk Miðflokks Sipilä sitja Þjóðarbandalagið og Blái umbótaflokkurinn í ríkisstjórninni. Síðastnefndi flokkurinn varð til þegar nítján þingmenn sögðu skilið við hægriflokkinn Sanna Finna árið 2017 í kjölfar innanflokksátaka. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíaldemókratar bæti við sig mestu fylgi í kosningunum í næsta mánuði og fengi um fimmtung atkvæða. Miðflokkur Sipilä fengi fjórtán prósent ef kosið yrði nú. Lengi hefur staðið til að hrista upp í heilbrigðiskerfi Finnlands enda eru Finnar á meðal þeirra þjóða sem eldast hvað hraðast. Erfitt hefur þó reynst að koma slíkum breytingum í gegnum finnska þingið. Tilraunin nú er sögð hafa strandað á því að ríkisstjórn Sipilä bætti við umbótum á lögum um sveitarstjórnir sem reyndust umdeildar.
Finnland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira