Facebook leggur aukna áherslu á dulkóðun Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2019 10:01 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AP/Marcio Jose Sanchez Facebook ætlar að leggja aukna áherslu á dulkóðuð skilaboð sem eyða sér sjálf og aukna persónuvernd á næstu árum, jafnvel þó það leiði til þess að miðlar fyrirtækisins verði bannaðir í sumum ríkjum. Í langri blogfærslu sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, birti í gær segir hann að forsvarsmenn fyrirtækisins vilji standa vörð um friðhelgi einkalífsins.Þá ætlar Facebook að hætta að hýsa gögn í löndum sem eru þekkt fyrir að standa ekki vörð um mannréttindi eins og friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi.Samkvæmt AP fréttaveitunni sér Zuckerberg þessar breytingar sem leið fyrir Facebook til að brjóta sér leið inn í skilaboðamarkaðinn, sem hefur vaxið hraðar en hefðbundnir samfélagsmiðlar. Þá gætu breytingarnar hjálpað Facebook að eiga við hertar reglugerðir eins og fyrirtækinu hefur verið hótað víða um heim í kjölfar fjölmargra hneykslismála þar sem persónulegar upplýsingar notenda hafa endað í röngum höndum.Zuckerberg segir þó að samfélagsmiðlahlið Facebook verði enn kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Facebook varð að því stærðarinnar fyrirtæki sem það er í dag með því að soga upp persónuupplýsingar fólks og nota þær til að senda hnitmiðaðar auglýsingar á notendur. Greiningaraðilar búast við því að þessar auglýsingar mun skapa 67 milljarða dala tekjur fyrir Facebook á þessu ári. Allar breytingar sem gætu ógnað þeirri kjarnastarfsemi gætu komið verulega niður á hlutabréfaverði fyrirtækisins, samkvæmt AP. Í samtali við fréttaveituna sagðist Zuckerberg hins vegar standa í þeirri trú að breytingar þessar myndu frekar hjálpa Facebook. Gangi allt eftir myndu sérsniðnar auglýsingar einnig birtast í skilaboðaforritum Facebook. Zuckerberg segir að þjónusta þessi verði byggð upp eins og WhatsApp. Mest áhersla verði lögð á skilaboð og að þau verði eins örugg og mögulegt er. Byggt verði á þeim grunni og bætt við símtölum, myndbandssímtölum, sögum og ýmislegu öðru. Meðal annars verði hægt að greiða fyrir þjónustu. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja alfarið óljóst hvort að Facebook muni græða á þessum breytingum. Einhverjir sjá það sem leið fyrir Facebook til að komast hjá hertri löggjöf og jafnvel til að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Með því að þétta Facebook, Instagram og WhatsApp saman gætu forsvarsmenn Facebook haldið því fram að ekki væri hægt að slíta þjónusturnar í sundur. Það myndi einnig gera fyrirtækinu kleift að byggja upp þéttari gagnapakka um notendur sína. Bandaríkin Facebook Persónuvernd Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Facebook ætlar að leggja aukna áherslu á dulkóðuð skilaboð sem eyða sér sjálf og aukna persónuvernd á næstu árum, jafnvel þó það leiði til þess að miðlar fyrirtækisins verði bannaðir í sumum ríkjum. Í langri blogfærslu sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, birti í gær segir hann að forsvarsmenn fyrirtækisins vilji standa vörð um friðhelgi einkalífsins.Þá ætlar Facebook að hætta að hýsa gögn í löndum sem eru þekkt fyrir að standa ekki vörð um mannréttindi eins og friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi.Samkvæmt AP fréttaveitunni sér Zuckerberg þessar breytingar sem leið fyrir Facebook til að brjóta sér leið inn í skilaboðamarkaðinn, sem hefur vaxið hraðar en hefðbundnir samfélagsmiðlar. Þá gætu breytingarnar hjálpað Facebook að eiga við hertar reglugerðir eins og fyrirtækinu hefur verið hótað víða um heim í kjölfar fjölmargra hneykslismála þar sem persónulegar upplýsingar notenda hafa endað í röngum höndum.Zuckerberg segir þó að samfélagsmiðlahlið Facebook verði enn kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Facebook varð að því stærðarinnar fyrirtæki sem það er í dag með því að soga upp persónuupplýsingar fólks og nota þær til að senda hnitmiðaðar auglýsingar á notendur. Greiningaraðilar búast við því að þessar auglýsingar mun skapa 67 milljarða dala tekjur fyrir Facebook á þessu ári. Allar breytingar sem gætu ógnað þeirri kjarnastarfsemi gætu komið verulega niður á hlutabréfaverði fyrirtækisins, samkvæmt AP. Í samtali við fréttaveituna sagðist Zuckerberg hins vegar standa í þeirri trú að breytingar þessar myndu frekar hjálpa Facebook. Gangi allt eftir myndu sérsniðnar auglýsingar einnig birtast í skilaboðaforritum Facebook. Zuckerberg segir að þjónusta þessi verði byggð upp eins og WhatsApp. Mest áhersla verði lögð á skilaboð og að þau verði eins örugg og mögulegt er. Byggt verði á þeim grunni og bætt við símtölum, myndbandssímtölum, sögum og ýmislegu öðru. Meðal annars verði hægt að greiða fyrir þjónustu. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja alfarið óljóst hvort að Facebook muni græða á þessum breytingum. Einhverjir sjá það sem leið fyrir Facebook til að komast hjá hertri löggjöf og jafnvel til að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Með því að þétta Facebook, Instagram og WhatsApp saman gætu forsvarsmenn Facebook haldið því fram að ekki væri hægt að slíta þjónusturnar í sundur. Það myndi einnig gera fyrirtækinu kleift að byggja upp þéttari gagnapakka um notendur sína.
Bandaríkin Facebook Persónuvernd Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira