Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2019 06:30 Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um innflutt matvæli. Vísir/GVA Meirihluti landsmanna er andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir vann fyrir Fréttablaðið. Flestir sem svöruðu sögðust mjög andvígir slíkri tilslökun eða 34,4 prósent en frekar andvígir eru 14,8. Alls segjast því 52 prósent andvíg tilslökun slíkra reglna en rúm 32 prósent ýmist mjög eða frekar fylgjandi henni. „Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innflutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurningum um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niðurstöðum sérfræðinga um þau atriði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarendur voru 1.441 eða 46 prósent. Svörin voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Samkvæmt niðurstöðum hennar er andstaðan mun meiri á landsbyggðinni en á suðvesturhorni landsins og andstaða kvenna er meiri en andstaða karla. Stuðningur við innflutning eykst með menntunarstigi fólks og auknum tekjum. Stuðningur við tilslökun reglna er mestur meðal þeirra sem styðja Viðreisn en minnstur meðal Framsóknarmanna. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við, segja rangar upplýsingar og jafnvel hræðsluáróður hafa stjórnað umræðunni um innflutning á matvælum og niðurstöðurnar endurspegli þá umræðu.Nánar um könnunina hér. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Meirihluti landsmanna er andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir vann fyrir Fréttablaðið. Flestir sem svöruðu sögðust mjög andvígir slíkri tilslökun eða 34,4 prósent en frekar andvígir eru 14,8. Alls segjast því 52 prósent andvíg tilslökun slíkra reglna en rúm 32 prósent ýmist mjög eða frekar fylgjandi henni. „Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innflutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurningum um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niðurstöðum sérfræðinga um þau atriði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarendur voru 1.441 eða 46 prósent. Svörin voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Samkvæmt niðurstöðum hennar er andstaðan mun meiri á landsbyggðinni en á suðvesturhorni landsins og andstaða kvenna er meiri en andstaða karla. Stuðningur við innflutning eykst með menntunarstigi fólks og auknum tekjum. Stuðningur við tilslökun reglna er mestur meðal þeirra sem styðja Viðreisn en minnstur meðal Framsóknarmanna. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við, segja rangar upplýsingar og jafnvel hræðsluáróður hafa stjórnað umræðunni um innflutning á matvælum og niðurstöðurnar endurspegli þá umræðu.Nánar um könnunina hér.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00