Átta starfsmenn borgarinnar verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum á síðustu 12 mánuðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. mars 2019 18:30 Átta starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafa verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum. Þetta kemur fram í miðlægri atvikaskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar um mitt ár í fyrra en farið var af stað með skráninguna til að tryggja öryggi starfsmanna og notenda. Á síðustu tólf mánuðum hafa átta starfsmenn verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum sem dvelja í úrræðum á vegum borgarinnar. Einn starfsmaður er í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, önnur brot hafa verið vegna harkalegrar meðferðar og í einu tilviki vegna meints þjófnaðar. Í einu tilviki var um ungmenni að ræða, aðrir þolendur hafa verið fullorðnir. Flest atvikin sem um ræðir hafa átt sér stað í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og í neyðarskýlum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Velferðarsvið fæst þó nokkuð oftar við atvik sem beinist að starfsfólki en starfsmenn sviðsins eru um 2.500. „Á þessu hálfa ári í fyrra komu 627 mál upp. Þar af voru yfir 600 sem voru beint gegn starfsmönnum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs en meintir gerendur voru 78. „Það getur verið andlegt ofbeldi, það getur verið hártogun, það geta verið marblettir, það getur verið ofbeldi, kynferðislegt áreiti, kynferðislegt ofbeldi,“ segir Regína en 62 málanna voru skilgreind sem alvarlegt atvik þar sem starfsmenn beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum. Regína segir að nánast öll atvikin komi upp í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk eða fyrir fólk með alvarlegar geðfatlanir, gistiskýlum eða skammtímadvölum. Þá sé hluti málanna vegna hótana gegn barnaverndarstarfsmönnum. Velferðarsvið þjónusti mjög viðkvæma einstaklinga og einstaklinga sem þurfi mikinn stuðning vegna hegðunar sinnar. Unnið sé að því að finna leiðir til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Nú þegar hafi verið farið í markvissar aðgerðir með einstaka íbúðakjarna þar sem verklag hefur verið endurskipulagt og starfsfólki fjölgað. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkar góða starfsfólki og þess vegna verðum við að skoða þetta markvisst og tryggja sem best öryggi þeirra sem starfa en auðvitað er mikilvægast af öllu að tryggja öryggi íbúanna sem allra best,“ segir Regína Ásvaldsdóttir. Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Átta starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafa verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum. Þetta kemur fram í miðlægri atvikaskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar um mitt ár í fyrra en farið var af stað með skráninguna til að tryggja öryggi starfsmanna og notenda. Á síðustu tólf mánuðum hafa átta starfsmenn verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum sem dvelja í úrræðum á vegum borgarinnar. Einn starfsmaður er í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, önnur brot hafa verið vegna harkalegrar meðferðar og í einu tilviki vegna meints þjófnaðar. Í einu tilviki var um ungmenni að ræða, aðrir þolendur hafa verið fullorðnir. Flest atvikin sem um ræðir hafa átt sér stað í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og í neyðarskýlum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Velferðarsvið fæst þó nokkuð oftar við atvik sem beinist að starfsfólki en starfsmenn sviðsins eru um 2.500. „Á þessu hálfa ári í fyrra komu 627 mál upp. Þar af voru yfir 600 sem voru beint gegn starfsmönnum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs en meintir gerendur voru 78. „Það getur verið andlegt ofbeldi, það getur verið hártogun, það geta verið marblettir, það getur verið ofbeldi, kynferðislegt áreiti, kynferðislegt ofbeldi,“ segir Regína en 62 málanna voru skilgreind sem alvarlegt atvik þar sem starfsmenn beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum. Regína segir að nánast öll atvikin komi upp í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk eða fyrir fólk með alvarlegar geðfatlanir, gistiskýlum eða skammtímadvölum. Þá sé hluti málanna vegna hótana gegn barnaverndarstarfsmönnum. Velferðarsvið þjónusti mjög viðkvæma einstaklinga og einstaklinga sem þurfi mikinn stuðning vegna hegðunar sinnar. Unnið sé að því að finna leiðir til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Nú þegar hafi verið farið í markvissar aðgerðir með einstaka íbúðakjarna þar sem verklag hefur verið endurskipulagt og starfsfólki fjölgað. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkar góða starfsfólki og þess vegna verðum við að skoða þetta markvisst og tryggja sem best öryggi þeirra sem starfa en auðvitað er mikilvægast af öllu að tryggja öryggi íbúanna sem allra best,“ segir Regína Ásvaldsdóttir.
Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira