Smábollur á bolludaginn Elín Albertsdóttir skrifar 4. mars 2019 14:00 Bollur er hægt að útbúa á margan hátt. Bolludagur er í dag. Flestir hafa einhvers konar bollur á borðum, ekki bara rjómabollur heldur einnig kjöt- eða fiskbollur. Hægt er að gera margvíslegar útgáfur af bollum. Það er vissulega hægt að hafa venjulegar farsbollur á bolludag. Er ekki samt gaman að breyta aðeins til og hafa annars konar bollur? Það er hægt að bera bollurnar fram á ýmsan hátt, til dæmis í míní hamborgarabrauði, pítubrauði eða bara eins og þær koma fyrir. Hér koma nokkrar uppskriftir ef einhver vill prófa. Tapas kjötbollur fyrir fjóra Litlar kjötbollur geta verið fingramatur í veislum en þær eru ekki síður góðar í kvöldmat. Hægt er að krydda þær á ýmsan hátt. Þessi uppskrift er með litlum, vel krydduðum bollum.400 g svínahakk2 skalottlaukar½ rauður chilli-pipar1 tsk. hafsalt½ tsk. nýmalaður pipar½ tsk. múskat1 tsk. óreganó2 msk. brauðrasp1 egg2 msk. smjör1 msk. smátt skorið timían2 hvítlauksrif Skerið lauk og chilli-pipar mjög smátt og blandið saman við hakkið ásamt salti, kryddi og brauðraspi. Hrærið vel saman og bætið egginu við. Útbúið litlar bollur með lófunum. Steikið bollurnar upp úr smjöri á meðalheitri pönnu. Bætið hvítlauk og timían á pönnuna í lok steikingartímans og lækkið hitann. Látið allt malla í nokkrar mínútur og hreyfið bollurnar á pönnunni. Berið fram með salsa, hvítlaukssósu og góðu brauði eða öðru eftir smekk. Kjötbollur með spagettí er vinsæll fjölskyldurétturGetty Images Kjúklingabollur með sítrónu og mango chutney fyrir fjóra Kjúklingabollur eru mjög góðar. Hægt er að bera þær fram með sósu, grænmeti og kartöflum. Sítróna og mango chutney gefa bollunum skemmtilegt bragð.800 g kjúklingahakk1 tsk. hafsalt¼ tsk. nýmalaður pipar3 hvítlauksrif1 laukur, mjög smátt skorinnRifinn börkur af einni sítrónu1 ½ msk. mango chutney1 tsk. chilli-mauk (eða sósa)1 egg2 msk. olía eða smjör til steikingar Saltið hakkið og hrærið vel saman ásamt öðrum innihaldsefnum. Mótið litlar bollur og steikið þær við meðalhita. Berið bollurnar fram með salati, hvítlaukssósu og skreytið með sítrónubátum. Kjötbollur eru góðar í samlokur.Getty Images Kjötbollur með spagettí í tómatsósu fyrir fjóra Mjög vinsæll fjölskylduréttur sem auðvelt er að útbúa.600 g nautahakk60 g parmesanostur2 hvítlauksrif, rifin eða pressuð½ tsk. salt½ tsk. piparTómatsósa2 msk. olía1 laukur, smátt skorinn1 stórt hvítlauksrif, smátt skorið1 dós tómatar í bitum2 msk. tómatmauk1 tsk. sykur1 dl kjötsoð2 msk. basil, smátt skorið½ tsk. salt½ tsk. pipar500 g spagettí (eða tagliatelle eftir smekk) Blandið öllu saman í nautahakkið og mótið litlar bollur. Brúnið þær á heitri pönnu upp úr smjöri og olíu. Lækkið hitann og steikið áfram í 6-8 mínútur. Hitið olíu á annarri pönnu og steikið lauk og hvítlauk. Látið mýkjast en ekki brenna. Bætið tómat og tómatmauki út á pönnuna ásamt sykri og soði. Sjóðið upp og látið sósuna malla í 15 mínútur. Bætið basil, salti og pipar við í lokin. Sumir vilja mauka sósuna með töfrasprota en það er smekksatriði. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á umbúðum. Um það bil 80-100 g á mann. Setjið pastað út í sósuna í lokin ásamt bollunum. Stráið parmesan-osti yfir. Það er reyndar líka gott að setja smávegis í sósuna á meðan hún mallar. Síðan er bara að velja sér uppskrift og njóta sem allra best. Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Kjötbollur Nautakjöt Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Bolludagur er í dag. Flestir hafa einhvers konar bollur á borðum, ekki bara rjómabollur heldur einnig kjöt- eða fiskbollur. Hægt er að gera margvíslegar útgáfur af bollum. Það er vissulega hægt að hafa venjulegar farsbollur á bolludag. Er ekki samt gaman að breyta aðeins til og hafa annars konar bollur? Það er hægt að bera bollurnar fram á ýmsan hátt, til dæmis í míní hamborgarabrauði, pítubrauði eða bara eins og þær koma fyrir. Hér koma nokkrar uppskriftir ef einhver vill prófa. Tapas kjötbollur fyrir fjóra Litlar kjötbollur geta verið fingramatur í veislum en þær eru ekki síður góðar í kvöldmat. Hægt er að krydda þær á ýmsan hátt. Þessi uppskrift er með litlum, vel krydduðum bollum.400 g svínahakk2 skalottlaukar½ rauður chilli-pipar1 tsk. hafsalt½ tsk. nýmalaður pipar½ tsk. múskat1 tsk. óreganó2 msk. brauðrasp1 egg2 msk. smjör1 msk. smátt skorið timían2 hvítlauksrif Skerið lauk og chilli-pipar mjög smátt og blandið saman við hakkið ásamt salti, kryddi og brauðraspi. Hrærið vel saman og bætið egginu við. Útbúið litlar bollur með lófunum. Steikið bollurnar upp úr smjöri á meðalheitri pönnu. Bætið hvítlauk og timían á pönnuna í lok steikingartímans og lækkið hitann. Látið allt malla í nokkrar mínútur og hreyfið bollurnar á pönnunni. Berið fram með salsa, hvítlaukssósu og góðu brauði eða öðru eftir smekk. Kjötbollur með spagettí er vinsæll fjölskyldurétturGetty Images Kjúklingabollur með sítrónu og mango chutney fyrir fjóra Kjúklingabollur eru mjög góðar. Hægt er að bera þær fram með sósu, grænmeti og kartöflum. Sítróna og mango chutney gefa bollunum skemmtilegt bragð.800 g kjúklingahakk1 tsk. hafsalt¼ tsk. nýmalaður pipar3 hvítlauksrif1 laukur, mjög smátt skorinnRifinn börkur af einni sítrónu1 ½ msk. mango chutney1 tsk. chilli-mauk (eða sósa)1 egg2 msk. olía eða smjör til steikingar Saltið hakkið og hrærið vel saman ásamt öðrum innihaldsefnum. Mótið litlar bollur og steikið þær við meðalhita. Berið bollurnar fram með salati, hvítlaukssósu og skreytið með sítrónubátum. Kjötbollur eru góðar í samlokur.Getty Images Kjötbollur með spagettí í tómatsósu fyrir fjóra Mjög vinsæll fjölskylduréttur sem auðvelt er að útbúa.600 g nautahakk60 g parmesanostur2 hvítlauksrif, rifin eða pressuð½ tsk. salt½ tsk. piparTómatsósa2 msk. olía1 laukur, smátt skorinn1 stórt hvítlauksrif, smátt skorið1 dós tómatar í bitum2 msk. tómatmauk1 tsk. sykur1 dl kjötsoð2 msk. basil, smátt skorið½ tsk. salt½ tsk. pipar500 g spagettí (eða tagliatelle eftir smekk) Blandið öllu saman í nautahakkið og mótið litlar bollur. Brúnið þær á heitri pönnu upp úr smjöri og olíu. Lækkið hitann og steikið áfram í 6-8 mínútur. Hitið olíu á annarri pönnu og steikið lauk og hvítlauk. Látið mýkjast en ekki brenna. Bætið tómat og tómatmauki út á pönnuna ásamt sykri og soði. Sjóðið upp og látið sósuna malla í 15 mínútur. Bætið basil, salti og pipar við í lokin. Sumir vilja mauka sósuna með töfrasprota en það er smekksatriði. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á umbúðum. Um það bil 80-100 g á mann. Setjið pastað út í sósuna í lokin ásamt bollunum. Stráið parmesan-osti yfir. Það er reyndar líka gott að setja smávegis í sósuna á meðan hún mallar. Síðan er bara að velja sér uppskrift og njóta sem allra best.
Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Kjötbollur Nautakjöt Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira