Átján ára gömul og vann sér óvænt inn 140 milljónir um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 10:30 Bianca Andreescu með bikarinn fyrir sigurinn í mótinu. AP/Mark J. Terrill Bianca Andreescu er yngsti sigurvegarinn á Indian Wells tennismótinu síðan að Serena Williams vann mótið fyrri tuttugu árum síðan. Sigurvegari þessa virta tennismóts var lítt þekkt tenniskona sem fékk aukasæti í mótinu en endaði á því að fara alla leið. Kanada er búið að eignast nýja íþróttastjörnu. Bianca Andreescu var svokallaður "wildcard" leikmaður á mótinu. Staða hennar á heimslistanum var ekki nógu góð til að hún fengi röðun inn í mótið en hún fékk eitt af aukasætunum sem oft koma í hlut yngri óreyndari leikmanna.How’s @Bandreescu_ going to celebrate her first @WTA title? The #BNPPO19 women’s singles champion sits down to talk about her crazy two weeks in #TennisParadise. pic.twitter.com/fqeMtiuOuQ — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019Aldrei áður hefur "wildcard" tenniskona unnið þetta mót en uppkoma hennar er þegar farin að minna á það þegar Naomi Osaka sló í gegn á síðasta ári. Osaka vann á endanum tvö risamót í röð og komst upp í toppsæti heimslistans. Bianca Andreescu er hins vegar nafn sem tennisáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum ef marka má þessa ótrúlegu byrjun hennar. Serena Williams var 17 ára þegar hún vann þetta mót árið 1999 og það þekkja allir hennar ótrúlega feril.https://t.co/O31LkfR9tj — Kyle Schnitzer (@Kyle_Schnitzer) March 18, 2019 Bianca byrjaði árið í 152. sæti á heimslistanum en er komin upp í 24. sæti eftir sigurinn á sunnudaginn. Hún er aðeins átján ára gömul og varð í 200. sæti á listanum í fyrra. Andreescu segist hafa tekið sjálfa sig í gegn, bætt mataræðið sitt og hugað meira að andlegri þjálfun. Hún þakkar jóga og hugarþjálfun fyrir framfarir sínar en mamma hennar kynnti hana fyrir jóga þegar hún var tólf ára gömul. Hvað sem hún gerði þá er það að framkalla hálfgert kraftaverk. Hún fékk bara „að vera með“ á Indian Wells mótinu og hver sigur var stórfrétt. Hún sló út stelpurnar í 32., 18., 20., 6. og 8. sæti á styrkleikalista mótsins áður en hún vann Angelique Kerber í úrslitaleiknum. Angelique Kerber var í fjórða sæti á síðasta heimslistanum en tapaði úrslitaleiknum 6-4, 3-6 og 6-4. Bianca Andreescu tók ekki bara risastökk á heimslistanum með þessum sigri því hún fékk einnig 1,2 milljónir dollara í sigurlaun eða 140 milljónir íslenskra króna. Það er ágætis útborgun fyrir átján ára stelpu en aðeins upphafið að einhverju miklu meiru haldi hún áfram á sömu braut.Teenage Dream@Bandreescu_#BNPPO19pic.twitter.com/gQwL5ACXf5 — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019 Tennis Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Bianca Andreescu er yngsti sigurvegarinn á Indian Wells tennismótinu síðan að Serena Williams vann mótið fyrri tuttugu árum síðan. Sigurvegari þessa virta tennismóts var lítt þekkt tenniskona sem fékk aukasæti í mótinu en endaði á því að fara alla leið. Kanada er búið að eignast nýja íþróttastjörnu. Bianca Andreescu var svokallaður "wildcard" leikmaður á mótinu. Staða hennar á heimslistanum var ekki nógu góð til að hún fengi röðun inn í mótið en hún fékk eitt af aukasætunum sem oft koma í hlut yngri óreyndari leikmanna.How’s @Bandreescu_ going to celebrate her first @WTA title? The #BNPPO19 women’s singles champion sits down to talk about her crazy two weeks in #TennisParadise. pic.twitter.com/fqeMtiuOuQ — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019Aldrei áður hefur "wildcard" tenniskona unnið þetta mót en uppkoma hennar er þegar farin að minna á það þegar Naomi Osaka sló í gegn á síðasta ári. Osaka vann á endanum tvö risamót í röð og komst upp í toppsæti heimslistans. Bianca Andreescu er hins vegar nafn sem tennisáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum ef marka má þessa ótrúlegu byrjun hennar. Serena Williams var 17 ára þegar hún vann þetta mót árið 1999 og það þekkja allir hennar ótrúlega feril.https://t.co/O31LkfR9tj — Kyle Schnitzer (@Kyle_Schnitzer) March 18, 2019 Bianca byrjaði árið í 152. sæti á heimslistanum en er komin upp í 24. sæti eftir sigurinn á sunnudaginn. Hún er aðeins átján ára gömul og varð í 200. sæti á listanum í fyrra. Andreescu segist hafa tekið sjálfa sig í gegn, bætt mataræðið sitt og hugað meira að andlegri þjálfun. Hún þakkar jóga og hugarþjálfun fyrir framfarir sínar en mamma hennar kynnti hana fyrir jóga þegar hún var tólf ára gömul. Hvað sem hún gerði þá er það að framkalla hálfgert kraftaverk. Hún fékk bara „að vera með“ á Indian Wells mótinu og hver sigur var stórfrétt. Hún sló út stelpurnar í 32., 18., 20., 6. og 8. sæti á styrkleikalista mótsins áður en hún vann Angelique Kerber í úrslitaleiknum. Angelique Kerber var í fjórða sæti á síðasta heimslistanum en tapaði úrslitaleiknum 6-4, 3-6 og 6-4. Bianca Andreescu tók ekki bara risastökk á heimslistanum með þessum sigri því hún fékk einnig 1,2 milljónir dollara í sigurlaun eða 140 milljónir íslenskra króna. Það er ágætis útborgun fyrir átján ára stelpu en aðeins upphafið að einhverju miklu meiru haldi hún áfram á sömu braut.Teenage Dream@Bandreescu_#BNPPO19pic.twitter.com/gQwL5ACXf5 — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019
Tennis Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira