Fótbolti.net greindi frá því fyrr í dag að Þórarinn hefði fengið beint rautt spjald í leiknum vegna niðrandi ummæla um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði ummælin og rak Þórarin umsvifalaust af leikvelli.
„Í leik Stjörnunnar og Leiknis missti ég stjórn á skapi mínu og lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli. Orð sem eru mér ekki sæmandi. Ég fékk verðskuldað rautt spjald. Strax eftir leik talaði ég við við viðkomandi aðila og baðst afsökunar á því. Fyrir mér lauk málinu þar og skildum við sáttir,“ sagði Þórarinn Ingi í tilkynningu sinni.
Umræddum leik lauk með 3-3 jafntefli en þetta var síðasti leikur beggja liða í Lengjubikarnum þetta árið.
pic.twitter.com/debadshRLv
— Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019