Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2019 10:52 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. EPA/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Lögreglan í Utrecht í Hollandi segir einn vera látinn og minnst sex vera særða eftir skotárás í sporvagni. Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma (10:45 úti). Mikill viðbúnaður er í Utrecht og hafa sjúkraþyrlur verið sendar á vettvang. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða og viðbúnaðarstig hefur verið aukið á meðan árásarmannsins er leitað. Öryggi hefur verið bætt á flugvöllum, skólum og öðrum mikilvægum stöðum í Hollandi. Þá hafa yfirvöld beðið forsvarsmenn moska í Utrecht að hafa lokað í dag, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Lögreglan er með mikinn viðbúnað nærri torginu þar sem skotárásin átti sér stað og er talið mögulegt að árásarmaðurinn sé þar inni. Þungvopnaðir lögregluþjónar virðast sitja um húsið. Þá kom fram á blaðamannafundi í Haag að skotum hefði verið hleypt af á nokkrum stöðum í borginni í dag.Klopjacht lijkt gaande in wijk Kanaleneiland in #Utrecht, na schietincident bij tram. #24oktoberpleinpic.twitter.com/qbHQzx66AQ — Jeroen Wetzels (@jeroenwetzels) March 18, 2019 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur afboðað fundi sína í dag. Þegar BNR náði tali af honum sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Pieter-Jaap Aalbersberg, yfirmaður hryðjuverkavarna í Hollandi, segir sérstök neyðarteymi hafa verið virkjuð vegna skotárásarinnar. Ekki sé hægt að útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða og viðbúnaðarstig á svæðinu hafi verið aukið. Árásarmaðurinn er sagður hafa flúið á rauðum bíl. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga sem staddir eru í Utrecht til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Þá eru aðrir hvattir til að láta aðstandendur vita eða gera grein fyrir sér á samfélagsmiðlum.The police is investigating the shooting at the #24oktoberplein in Utrecht this morning. An possible terrorist motif is part of the investigation.— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Several people reported injured after an individual opened a fire inside a tram in the Dutch city of Utrecht, according to police. pic.twitter.com/UCab4FLxVr— Aldin (@aldin_ww) March 18, 2019 Holland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Lögreglan í Utrecht í Hollandi segir einn vera látinn og minnst sex vera særða eftir skotárás í sporvagni. Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma (10:45 úti). Mikill viðbúnaður er í Utrecht og hafa sjúkraþyrlur verið sendar á vettvang. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða og viðbúnaðarstig hefur verið aukið á meðan árásarmannsins er leitað. Öryggi hefur verið bætt á flugvöllum, skólum og öðrum mikilvægum stöðum í Hollandi. Þá hafa yfirvöld beðið forsvarsmenn moska í Utrecht að hafa lokað í dag, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Lögreglan er með mikinn viðbúnað nærri torginu þar sem skotárásin átti sér stað og er talið mögulegt að árásarmaðurinn sé þar inni. Þungvopnaðir lögregluþjónar virðast sitja um húsið. Þá kom fram á blaðamannafundi í Haag að skotum hefði verið hleypt af á nokkrum stöðum í borginni í dag.Klopjacht lijkt gaande in wijk Kanaleneiland in #Utrecht, na schietincident bij tram. #24oktoberpleinpic.twitter.com/qbHQzx66AQ — Jeroen Wetzels (@jeroenwetzels) March 18, 2019 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur afboðað fundi sína í dag. Þegar BNR náði tali af honum sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Pieter-Jaap Aalbersberg, yfirmaður hryðjuverkavarna í Hollandi, segir sérstök neyðarteymi hafa verið virkjuð vegna skotárásarinnar. Ekki sé hægt að útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða og viðbúnaðarstig á svæðinu hafi verið aukið. Árásarmaðurinn er sagður hafa flúið á rauðum bíl. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga sem staddir eru í Utrecht til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Þá eru aðrir hvattir til að láta aðstandendur vita eða gera grein fyrir sér á samfélagsmiðlum.The police is investigating the shooting at the #24oktoberplein in Utrecht this morning. An possible terrorist motif is part of the investigation.— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Several people reported injured after an individual opened a fire inside a tram in the Dutch city of Utrecht, according to police. pic.twitter.com/UCab4FLxVr— Aldin (@aldin_ww) March 18, 2019
Holland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira