Atvinnurekendur hafa ekki lagt fram nýjar hugmyndir í kjaraviðræðum Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 18:30 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir sem eiga að fara fram síðar í vikunni. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í símasambandi um helgina. Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu orðar það þó þannig að hann hafi ekki fengið „þetta góða símtal“ sem hann vonaðist eftir frá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Staðan skýrist líklega ekki fyrr en á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun. Ef atvinnurekendur leggja ekki fram nýjar tillögur má búast við að Starfsgreinasambandið slíti viðræðum og hefji undirbúning verkfalla. Þau gætu hafist eftir þrjár til fjórar vikur.Næstu verkföll undirbúin Örverkföll Eflingar sem áttu að hefjast á morgun voru dæmd ólögleg. Næstu verkföll hjá félagsmönnum Eflingar og VR eru á föstudag og svo tæpri viku síðar. Verkföllin sem hefjast á föstudaginn vara í sólarhring, frá miðnætti til miðnættis. Þau ná til hótela eins og áður en nú bætast rútufyrirtækin við. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir marga hafa brugðist við með því að breyta ferðaplönum eða fella niður ferðir. „Það sem við getum gert að einhverju leyti er að færa til ferðir á milli daga og svo spilum við úr þessu eins og best verður á kosið,“ segir Þórir. Þórir segir erfitt að koma til móts við kröfur um hærri laun. Kostnaðarhlutfall launa hjá fyrirtækinu hafi hækkað úr 34% í 56% á þremur árum. Eftir miklar hagræðingar í rekstrinum verði ekki lengra komist varðandi launahækkanir. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir sem eiga að fara fram síðar í vikunni. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í símasambandi um helgina. Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu orðar það þó þannig að hann hafi ekki fengið „þetta góða símtal“ sem hann vonaðist eftir frá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Staðan skýrist líklega ekki fyrr en á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun. Ef atvinnurekendur leggja ekki fram nýjar tillögur má búast við að Starfsgreinasambandið slíti viðræðum og hefji undirbúning verkfalla. Þau gætu hafist eftir þrjár til fjórar vikur.Næstu verkföll undirbúin Örverkföll Eflingar sem áttu að hefjast á morgun voru dæmd ólögleg. Næstu verkföll hjá félagsmönnum Eflingar og VR eru á föstudag og svo tæpri viku síðar. Verkföllin sem hefjast á föstudaginn vara í sólarhring, frá miðnætti til miðnættis. Þau ná til hótela eins og áður en nú bætast rútufyrirtækin við. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir marga hafa brugðist við með því að breyta ferðaplönum eða fella niður ferðir. „Það sem við getum gert að einhverju leyti er að færa til ferðir á milli daga og svo spilum við úr þessu eins og best verður á kosið,“ segir Þórir. Þórir segir erfitt að koma til móts við kröfur um hærri laun. Kostnaðarhlutfall launa hjá fyrirtækinu hafi hækkað úr 34% í 56% á þremur árum. Eftir miklar hagræðingar í rekstrinum verði ekki lengra komist varðandi launahækkanir.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira