Grindavík vann sigur á Þór í lokaleik þessara liða í Lengjubikar karla í fótbolta þetta tímabilið.
Alvaro Montejo kom heimamönnum í Þór yfir úr vítaspyrnu á annari mínútu.
Færeyingurinn Rene Joensen jafnaði hins vegar meðtin á 13. mínútu og Aron Jóhannsson kom Suðurnesjamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks.
Alexander Veigar Þórarinsson skoraði þriðja mark Grindavíkur á 66. mínútu.
Montejo fékk tækifæri til þess að gera lokamínúturnar spennandi þegar Þór fékk aðra vítaspyrnu á 87. mínútu en hann náði ekki að skora úr spyrnunni.
Grindavík fer því upp í annað sæti riðils 1 með níu stig, ÍA er enn á toppnum þrátt fyrir að eiga lokaleik sinn eftir. Þór endar í fjórða sæti með sex stig.

