Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 16:07 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að um nokkrar vikur væri að ræða þegar ákveðið var að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra tímabundið. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum í dag. Sjálf sagði Sigríður Andersen í gær að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar í næstu vikurnar þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún sagði við fjölmiðla að hún treysti sér vel til að sinna báðum ráðuneytum, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í ráðuneytunum starfar mikið af góðu fólki að sögn Þórdísar og hún treysti sér vel til að halda utan um þessi verkefni. Hún ítrekaði þó að hún liti á þetta sem tímabundna ráðstöfun, það að vera dómsmálaráðherra væri fullt starf og hún liti ekki á það sem sitt framtíðarráðuneyti. Hún sagðist ekki hafa náð að setja sig almennillega inn í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist treysta Þórdísi vel til að sinna báðum ráðuneytum.vísir/vilhelm Þórdís sagðist þó hafa lesið álit dómstólsins og sérálit og sagðist vera þeirrar skoðunar að reyna ætti að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Hún sagði það ekki góð skilaboð út í samfélagið þegar Landsréttur ákveður að dæma ekki í málum dóms Mannréttindadómstólsins en sagði að öll mál væri hægt að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagðist treysta Þórdísi vel til að sinna tveimur ráðuneytum enda hefði hann sjálfur gert það þegar hann var umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Vísir/Vilhelm Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að um nokkrar vikur væri að ræða þegar ákveðið var að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra tímabundið. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum í dag. Sjálf sagði Sigríður Andersen í gær að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar í næstu vikurnar þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún sagði við fjölmiðla að hún treysti sér vel til að sinna báðum ráðuneytum, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í ráðuneytunum starfar mikið af góðu fólki að sögn Þórdísar og hún treysti sér vel til að halda utan um þessi verkefni. Hún ítrekaði þó að hún liti á þetta sem tímabundna ráðstöfun, það að vera dómsmálaráðherra væri fullt starf og hún liti ekki á það sem sitt framtíðarráðuneyti. Hún sagðist ekki hafa náð að setja sig almennillega inn í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist treysta Þórdísi vel til að sinna báðum ráðuneytum.vísir/vilhelm Þórdís sagðist þó hafa lesið álit dómstólsins og sérálit og sagðist vera þeirrar skoðunar að reyna ætti að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Hún sagði það ekki góð skilaboð út í samfélagið þegar Landsréttur ákveður að dæma ekki í málum dóms Mannréttindadómstólsins en sagði að öll mál væri hægt að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagðist treysta Þórdísi vel til að sinna tveimur ráðuneytum enda hefði hann sjálfur gert það þegar hann var umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Vísir/Vilhelm
Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30