Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 10:22 Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins. Vísir/EPA Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, segist ætla að hvetja leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins til að vera opnir fyrir því að veita Bretlandi frest frá fyrirhugaðri útgöngu sinni verði það niðurstaða breska þingsins. Greidd verða atkvæði um frestun Brexit í kvöld. Breskir þingmenn höfnuðu því naumlega að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings í atkvæðagreiðslu í gærkvöldi. Þeir höfnuðu einnig tillögu um að fresta útgöngunni, sem er fyrirhuguð 29. mars, fram í maí. Atkvæðagreiðslan í dag er um hvort Bretlandi eigi að óska eftir leyfi frá Evrópusambandinu til að fresta útgöngunni í ótilgreindan tíma. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gefið til kynna að þeir séu ekki til frekari viðræðna um breytingar á útgöngusamningnum sem breskir þingmenn hafa í tvígang hafnað með afgerandi meirihluta. Í tísti í dag sagðist Tusk ætla að biðla til aðildarríkjanna 27 að vera opin fyrir langri framlengingu á Brexit ef Bretum finnist nauðsynlegt að endurskoða áform sín og byggja upp stuðning við þau, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er sögð ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skiptið í næstu viku. Hún hefur sagt þingmönnum að verði samningurinn felldur enn einu sinni gæti þurft að fresta Brexit verulega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, segist ætla að hvetja leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins til að vera opnir fyrir því að veita Bretlandi frest frá fyrirhugaðri útgöngu sinni verði það niðurstaða breska þingsins. Greidd verða atkvæði um frestun Brexit í kvöld. Breskir þingmenn höfnuðu því naumlega að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings í atkvæðagreiðslu í gærkvöldi. Þeir höfnuðu einnig tillögu um að fresta útgöngunni, sem er fyrirhuguð 29. mars, fram í maí. Atkvæðagreiðslan í dag er um hvort Bretlandi eigi að óska eftir leyfi frá Evrópusambandinu til að fresta útgöngunni í ótilgreindan tíma. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gefið til kynna að þeir séu ekki til frekari viðræðna um breytingar á útgöngusamningnum sem breskir þingmenn hafa í tvígang hafnað með afgerandi meirihluta. Í tísti í dag sagðist Tusk ætla að biðla til aðildarríkjanna 27 að vera opin fyrir langri framlengingu á Brexit ef Bretum finnist nauðsynlegt að endurskoða áform sín og byggja upp stuðning við þau, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er sögð ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skiptið í næstu viku. Hún hefur sagt þingmönnum að verði samningurinn felldur enn einu sinni gæti þurft að fresta Brexit verulega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37
Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16
Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43