Beto O'Rourke hyggst bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2019 08:11 Beto O'Rourke hefur verið stimplaður sem ein helsta vonarstjarna Demókrataflokksins. Getty/Matt McClain Beto O‘Rourke, Demókrati og fyrrverandi þingmaður, hyggst í dag tilkynna formlega um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. O‘Rourke hefur verið talinn á meðal þeirra líklegustu til að keppa um útnefningu flokksins í væntanlegum forsetakosningum. O‘Rourke tilkynnti um framboð sitt á sjónvarpsstöðinni KTSM, sem send er út í heimaríki hans, Texas. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram til forseta og freista þess að etja kappi við Donald Trump sitjandi Bandaríkjaforseta á næsta ári. Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eru þannig orðnir fimmtán talsins. Áður hafa Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Elizabeth Warren, öldungardeildarþingmaður frá Massacusetts, Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður, og Kirsten Gillibrand, öldungardeildarþingmaður frá New York m.a. tilkynnt um framboð. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Bandarísku þingkosningarnar: Sex kosningaviðureignir til að fylgjast með Kosið er um 435 þingsæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings, 35 öldungardeildarþingsæti og 36 ríkisstjóraembætti. Því er erfitt að finna út hvaða baráttu er þess virði að fylgjast með. Hér eru átta áhugaverðar eða spennandi kosningabaráttur. 6. nóvember 2018 13:00 Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15 Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Beto O‘Rourke, Demókrati og fyrrverandi þingmaður, hyggst í dag tilkynna formlega um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. O‘Rourke hefur verið talinn á meðal þeirra líklegustu til að keppa um útnefningu flokksins í væntanlegum forsetakosningum. O‘Rourke tilkynnti um framboð sitt á sjónvarpsstöðinni KTSM, sem send er út í heimaríki hans, Texas. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram til forseta og freista þess að etja kappi við Donald Trump sitjandi Bandaríkjaforseta á næsta ári. Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eru þannig orðnir fimmtán talsins. Áður hafa Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Elizabeth Warren, öldungardeildarþingmaður frá Massacusetts, Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður, og Kirsten Gillibrand, öldungardeildarþingmaður frá New York m.a. tilkynnt um framboð. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Bandarísku þingkosningarnar: Sex kosningaviðureignir til að fylgjast með Kosið er um 435 þingsæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings, 35 öldungardeildarþingsæti og 36 ríkisstjóraembætti. Því er erfitt að finna út hvaða baráttu er þess virði að fylgjast með. Hér eru átta áhugaverðar eða spennandi kosningabaráttur. 6. nóvember 2018 13:00 Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15 Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20
Bandarísku þingkosningarnar: Sex kosningaviðureignir til að fylgjast með Kosið er um 435 þingsæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings, 35 öldungardeildarþingsæti og 36 ríkisstjóraembætti. Því er erfitt að finna út hvaða baráttu er þess virði að fylgjast með. Hér eru átta áhugaverðar eða spennandi kosningabaráttur. 6. nóvember 2018 13:00
Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15
Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30