Herjólfur í ólgusjó: „Verð sjóveik af því að horfa á þetta myndband“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 01:28 Á myndbandinu má sjá Herjólf veltast um í fjórar mínútur. Hólmgeir Austfjörð Óhætt er að segja að myndband sem stýrimaður búsettur í Vestmannaeyjum birti á Facebook í dag af Herjólfi að koma inn í höfnina á Heimaey hafi vakið athygli og rifjað upp eftirminnilegar ferðir með ferjunni í gegnum árin. „Verð sjóveik af því að horfa á þetta myndband“ segir kona nokkur sem er ein um hundrað sem hafa deilt myndbandi Hólmgeirs Austfjörð á Facebook. Þar má sjá Herjólf veltast um í fjórar mínútur. Langflestir sem deila myndbandinu virðast prísa sig sæla að vera ekki um borð. Um tíu þúsund manns hafa séð myndbandið þegar þetta er skrifað. Um er að ræða fyrri ferð Herjólfs frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja í dag. Síðari ferðin til og frá Þorlákshöfn var felld niður vegna veðurs. „Mig langar alltaf um borð þegar ég sé svona myndir,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur og gæti verið undantekningin sem sannar regluna. Þó má ekki útiloka þann möguleika að um kaldhæðni sé að ræða hjá Illuga.Appelsínugul viðvörun hefur verið á Suðurlandi seinni part dags í dag og stendur til hádegis á morgun samkvæmt upplýsingum á Veðurstofu Íslands. Var Þjóðvegi 1 var lokað milli Hvolsvallar og Víkur seinni partinn en reiknað er með að opna hann þegar líður á þriðjudagsmorgun. Þá var veginum milli Lómagnúps og Jökulsárlóns lokað í dag en reiknað er með að opna fyrir umferð um klukkan sjö í fyrramálið.Herjólfur í vænni byltu síðdegis í dag. Herjólfur Samgöngur Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Óhætt er að segja að myndband sem stýrimaður búsettur í Vestmannaeyjum birti á Facebook í dag af Herjólfi að koma inn í höfnina á Heimaey hafi vakið athygli og rifjað upp eftirminnilegar ferðir með ferjunni í gegnum árin. „Verð sjóveik af því að horfa á þetta myndband“ segir kona nokkur sem er ein um hundrað sem hafa deilt myndbandi Hólmgeirs Austfjörð á Facebook. Þar má sjá Herjólf veltast um í fjórar mínútur. Langflestir sem deila myndbandinu virðast prísa sig sæla að vera ekki um borð. Um tíu þúsund manns hafa séð myndbandið þegar þetta er skrifað. Um er að ræða fyrri ferð Herjólfs frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja í dag. Síðari ferðin til og frá Þorlákshöfn var felld niður vegna veðurs. „Mig langar alltaf um borð þegar ég sé svona myndir,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur og gæti verið undantekningin sem sannar regluna. Þó má ekki útiloka þann möguleika að um kaldhæðni sé að ræða hjá Illuga.Appelsínugul viðvörun hefur verið á Suðurlandi seinni part dags í dag og stendur til hádegis á morgun samkvæmt upplýsingum á Veðurstofu Íslands. Var Þjóðvegi 1 var lokað milli Hvolsvallar og Víkur seinni partinn en reiknað er með að opna hann þegar líður á þriðjudagsmorgun. Þá var veginum milli Lómagnúps og Jökulsárlóns lokað í dag en reiknað er með að opna fyrir umferð um klukkan sjö í fyrramálið.Herjólfur í vænni byltu síðdegis í dag.
Herjólfur Samgöngur Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira