Framkvæmdastjóri ákærður fyrir niðurrif á Exeter-húsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2019 15:49 Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Vísir/Anton Brink Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. Jónas Már Gunnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Mannverks, er ákærður fyrir að hafa látið rífa í heild sinni og til grunna svonefnd Exeter-hús sem stóð við Tryggvagötu 12 í Reykjavík. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs en Jónas Már er sakaður um að hafa látið rífa það án leyfis Minjastofnunar Íslands og án þess að fyrir lægi byggingarleyfi sem heimilaði niðurrif hússins í heild. Jónas Már var umsjónarmaður við niðurrif mannvirkja á sameinaðri lóð númer 14 við Tryggvagötu sem húsið taldist hluti af. Mannverk var verktaki við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Brotin teljast varða við lög um menningarminjar annars vegar og lög um mannvirki hins vegar. Brotin á fyrri lögunum varða 2. málsgrein 29. greinar laganna þar sem segir að óheimilt sé að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Brotin varða sektum úr ríkissjóði. Brotin á lögum um mannvirki snúa að 58. grein laganna þar sem segir að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa. Brotin varða fangelsi allt að tveimur árum. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36 Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. Jónas Már Gunnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Mannverks, er ákærður fyrir að hafa látið rífa í heild sinni og til grunna svonefnd Exeter-hús sem stóð við Tryggvagötu 12 í Reykjavík. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs en Jónas Már er sakaður um að hafa látið rífa það án leyfis Minjastofnunar Íslands og án þess að fyrir lægi byggingarleyfi sem heimilaði niðurrif hússins í heild. Jónas Már var umsjónarmaður við niðurrif mannvirkja á sameinaðri lóð númer 14 við Tryggvagötu sem húsið taldist hluti af. Mannverk var verktaki við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Brotin teljast varða við lög um menningarminjar annars vegar og lög um mannvirki hins vegar. Brotin á fyrri lögunum varða 2. málsgrein 29. greinar laganna þar sem segir að óheimilt sé að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Brotin varða sektum úr ríkissjóði. Brotin á lögum um mannvirki snúa að 58. grein laganna þar sem segir að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa. Brotin varða fangelsi allt að tveimur árum. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36 Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36
Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00
Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14
Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent