Í færslunni segir Bieber að hann hafi tekið eftir því að aðdáendur séu farnir að kalla eftir nýrri plötu frá honum. Þó að tónlistin skipti hann miklu máli sé ekkert mikilvægara en fjölskyldan og heilsan.
„Ég hef verið á tónleikaferðalagi öll mín unglingsár og allan þrítugsaldurinn. Ég áttaði mig á því, eins og þið tókuð örugglega eftir, að ég var óhamingjusamur á síðasta tónleikaferðalagi og hvorki ég né þið eigið það skilið,“ skrifar Bieber í færslunni.
Hann segir tónleikagesti borga til þess að sjá líflega og skemmtilega tónleika en á síðasta tónleikaferðalagi hafi hann ekki haft tilfinningalegt svigrúm til þess. Hann hafi því ákveðið að einblína á að vinna í djúpstæðum vandamálum sínum til þess að halda heilsu og viðhalda hjónabandi sínu, en söngvarinn er giftur fyrirsætunni Hailey Baldwin.
Síðasta tónleikaferðalag söngvarans var eftir plötuna Purpose sem hann gaf út árið 2015 og hélt hann meðal annars tvenna tónleika á Íslandi. Tveimur árum seinna batt hann skyndilega endi á tónleikaferðalagið vegna „ófyrirséðra vandamála“og aflýsti fjórtán tónleikum.
„Ég kem tvíefldur til baka, bíðið bara,“ skrifaði Bieber að lokum.