Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Kristján Már Unnarsson skrifar 25. mars 2019 20:45 Signý Gunnarsdóttir, silkibóndi í Grundarfirði, með silkiormaegg. Silkiþræðir á borðinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. Það er þó ekki silkiþráður sem hún sækist eftir með því að ala silkiorma, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Nýjustu búgreinina í flóru íslensks landbúnaðar finnum við í Grundarfirði, og vafalaust myndi margan klígja bara við tilhugsunina að umgangast svona iðandi ormamergð.Silkilirfur í eldi í Grundarfirði.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.En þetta eru engir venjulegir ormar. Þetta eru silkiormar, sem Signý Gunnarsdóttir elur, en í gegnum nám sitt í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fékk hún þá hugdettu að rækta silki. „Hör var ræktaður á Íslandi lengi vel. Hampur, það er hægt að rækta hann á Íslandi, en það er ekki gert. Við flytjum náttúrulega allt inn,“ segir Signý.Silkifiðrildi á Snæfellsnesi.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Og mér finnst bara sniðugt að við reynum að búa til einhver hráefni hér á Íslandi.“ -Og hérna ertu með íslenskt silki. „Já, þetta er alvöru silki, náttúrulega.“ Hún fékk leyfi til að flytja inn egg, þau ganga síðan í gegnum lífsstigin fjögur á nokkrum vikum, breytast í lirfu, púpu og loks fiðrildi. En er einhver glóra í því að gera þetta á Íslandi? „Já, út af því að ég er ekki bara að rækta silki og silkiorma bara útaf þræðinum og til þess að nota hann í textíl. Ég er að hugsa þetta út frá nýsköpun,“ svarar hún. Silkormarnir gefa nefnilega líka af sér verðmæt prótein og þeim er Signý að sækjast eftir; sericin og fibroin.Silkiormarnir gefa ekki aðeins af sér silki heldur einnig verðmæt prótein.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Fibroin-einingin er notuð í líftækni og sericin-próteinið er hægt að nota í húðvörur, lyfjagerð. Þannig að það er svona vinkillinn sem ég er að horfa til með þessari silkiframleiðslu. Þannig að ég er ekki á leiðinni í samkeppni við Kína með að framleiða venjulegt hvítt silki,“ segir Signý. Nánar er rætt við silkibóndann í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf í Grundarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grundarfjörður Landbúnaður Lyf Nýsköpun Um land allt Tengdar fréttir Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. Það er þó ekki silkiþráður sem hún sækist eftir með því að ala silkiorma, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Nýjustu búgreinina í flóru íslensks landbúnaðar finnum við í Grundarfirði, og vafalaust myndi margan klígja bara við tilhugsunina að umgangast svona iðandi ormamergð.Silkilirfur í eldi í Grundarfirði.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.En þetta eru engir venjulegir ormar. Þetta eru silkiormar, sem Signý Gunnarsdóttir elur, en í gegnum nám sitt í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fékk hún þá hugdettu að rækta silki. „Hör var ræktaður á Íslandi lengi vel. Hampur, það er hægt að rækta hann á Íslandi, en það er ekki gert. Við flytjum náttúrulega allt inn,“ segir Signý.Silkifiðrildi á Snæfellsnesi.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Og mér finnst bara sniðugt að við reynum að búa til einhver hráefni hér á Íslandi.“ -Og hérna ertu með íslenskt silki. „Já, þetta er alvöru silki, náttúrulega.“ Hún fékk leyfi til að flytja inn egg, þau ganga síðan í gegnum lífsstigin fjögur á nokkrum vikum, breytast í lirfu, púpu og loks fiðrildi. En er einhver glóra í því að gera þetta á Íslandi? „Já, út af því að ég er ekki bara að rækta silki og silkiorma bara útaf þræðinum og til þess að nota hann í textíl. Ég er að hugsa þetta út frá nýsköpun,“ svarar hún. Silkormarnir gefa nefnilega líka af sér verðmæt prótein og þeim er Signý að sækjast eftir; sericin og fibroin.Silkiormarnir gefa ekki aðeins af sér silki heldur einnig verðmæt prótein.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Fibroin-einingin er notuð í líftækni og sericin-próteinið er hægt að nota í húðvörur, lyfjagerð. Þannig að það er svona vinkillinn sem ég er að horfa til með þessari silkiframleiðslu. Þannig að ég er ekki á leiðinni í samkeppni við Kína með að framleiða venjulegt hvítt silki,“ segir Signý. Nánar er rætt við silkibóndann í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf í Grundarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grundarfjörður Landbúnaður Lyf Nýsköpun Um land allt Tengdar fréttir Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45