Dæmd til að greiða tæpar 11 milljónir í bætur vegna leyndra galla á húsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 10:14 Dómurinn var birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands í gær. fbl/eyþór Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt hjón til að greiða öðrum hjónum tæpar ellefu milljónir króna í bætur vegna leyndra galla á húsi á Selfossi sem gekk þeirra á milli í kaup og sölu árið 2016. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2005. Hjónin sem dæmd voru til greiðslu bóta höfðu keypt það fokhelt árið 2006 og búið í því allt þar til þau seldu húsið árið 2016. Hjónin sem seldu sáu um alla smíði og framkvæmdir í húsinu en eiginmaðurinn er löggiltur fasteignasali. Húsið er 192 fermetrar að stærð en kaupverð þess var 43,5 milljónir króna. Aðila málsins greindi á hversu oft kaupendurnir skoðuðu húsið. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að kaupendur hafi skoðað húsið tvisvar í apríl 2016 og í um klukkustund þegar eignin var afhent í júlí sama ár. Seljendurnir vildu meina að kaupendur hafi skoðað eignina gaumgæfilega fjórum sinnum áður en þeir gerðu tilboð. Eignin hafi verið skoðuð aftur í um eina klukkustund fyrir afhendingu og kaupendur ekki gert neinar athugasemdir við ástand eignarinnar.Gallar hafi komið í ljós þegar flutt var inn Þegar kaupendurnir fluttu inn hafi smám saman komið í ljós gallar á fasteigninni. Blettir og slettur voru víða á klæðningu hússins en um var að ræða viðarvörn sem hafði lekið á hana. Kaupendurnir töldu einnig að innveggir hússins væru víða skakkir, hlykkjóttir og hornskakkir en matsmaður sagði að frávik á veggjum væru að mestu innan marka sem talin eru ásættanleg í byggingum. Þá töldu kaupendur að hluti flísa í forstofu, í alrými og við svalahurð virtist laus. Vatnshalli á niðurföllum rangur, fúgun vanti á milli flísa bílskúrshólfs og ekki hafi verið gengið frá rakavarnarlagi undir gólfflísum baðherbergja. Kaupendurnir töldu einnig að útihurðir hússins héldu ekki vatni þegar rigndi á þær og matsmaður tók undir að frágangur á hurðum væri þannig að vatni gæti lekið með þeim í slagviðri.Ekki í samræmi við fagþekkingu Kaupendurnir settu einnig út á að rakavarnarlag í útveggjum hússins og lofti virtist óþétt og þurfi að laga. Grunur lægi einnig á að rakasperra í veggjum og loftum sé óþétt og leiði að auki til óeðlilega mikillar loftunar. Taldi matsmaðurinn að frágangur rakavarnar væri ófullnægjandi á ýmsan hátt og ekki í samræmi við almenna fagþekkingu iðnaðarmanna. Vindur og regnvatn átti greiða leið inn í húsið vegna þess að opnanleg fög voru víða óþétt og var matsmaðurinn því sammála.Töldu sig blekkta Kaupendurnir töldu sig hafa verið blekkta í umræddum viðskiptum því þeir töldu sig vera að kaupa vandað hús, byggt af fagmönnum, sem síðar hafi komið í ljós að var ekki. Féllst Héraðsdómur Suðurlands á kröfu kaupenda að þeim yrðu dæmdar bætur vegna þess. Auk 10,6 milljóna í skaðabætur voru seljendurnir dæmdir til að greiða kaupendum hússins 4,6 milljónir króna í málskostnað. Árborg Dómsmál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt hjón til að greiða öðrum hjónum tæpar ellefu milljónir króna í bætur vegna leyndra galla á húsi á Selfossi sem gekk þeirra á milli í kaup og sölu árið 2016. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2005. Hjónin sem dæmd voru til greiðslu bóta höfðu keypt það fokhelt árið 2006 og búið í því allt þar til þau seldu húsið árið 2016. Hjónin sem seldu sáu um alla smíði og framkvæmdir í húsinu en eiginmaðurinn er löggiltur fasteignasali. Húsið er 192 fermetrar að stærð en kaupverð þess var 43,5 milljónir króna. Aðila málsins greindi á hversu oft kaupendurnir skoðuðu húsið. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að kaupendur hafi skoðað húsið tvisvar í apríl 2016 og í um klukkustund þegar eignin var afhent í júlí sama ár. Seljendurnir vildu meina að kaupendur hafi skoðað eignina gaumgæfilega fjórum sinnum áður en þeir gerðu tilboð. Eignin hafi verið skoðuð aftur í um eina klukkustund fyrir afhendingu og kaupendur ekki gert neinar athugasemdir við ástand eignarinnar.Gallar hafi komið í ljós þegar flutt var inn Þegar kaupendurnir fluttu inn hafi smám saman komið í ljós gallar á fasteigninni. Blettir og slettur voru víða á klæðningu hússins en um var að ræða viðarvörn sem hafði lekið á hana. Kaupendurnir töldu einnig að innveggir hússins væru víða skakkir, hlykkjóttir og hornskakkir en matsmaður sagði að frávik á veggjum væru að mestu innan marka sem talin eru ásættanleg í byggingum. Þá töldu kaupendur að hluti flísa í forstofu, í alrými og við svalahurð virtist laus. Vatnshalli á niðurföllum rangur, fúgun vanti á milli flísa bílskúrshólfs og ekki hafi verið gengið frá rakavarnarlagi undir gólfflísum baðherbergja. Kaupendurnir töldu einnig að útihurðir hússins héldu ekki vatni þegar rigndi á þær og matsmaður tók undir að frágangur á hurðum væri þannig að vatni gæti lekið með þeim í slagviðri.Ekki í samræmi við fagþekkingu Kaupendurnir settu einnig út á að rakavarnarlag í útveggjum hússins og lofti virtist óþétt og þurfi að laga. Grunur lægi einnig á að rakasperra í veggjum og loftum sé óþétt og leiði að auki til óeðlilega mikillar loftunar. Taldi matsmaðurinn að frágangur rakavarnar væri ófullnægjandi á ýmsan hátt og ekki í samræmi við almenna fagþekkingu iðnaðarmanna. Vindur og regnvatn átti greiða leið inn í húsið vegna þess að opnanleg fög voru víða óþétt og var matsmaðurinn því sammála.Töldu sig blekkta Kaupendurnir töldu sig hafa verið blekkta í umræddum viðskiptum því þeir töldu sig vera að kaupa vandað hús, byggt af fagmönnum, sem síðar hafi komið í ljós að var ekki. Féllst Héraðsdómur Suðurlands á kröfu kaupenda að þeim yrðu dæmdar bætur vegna þess. Auk 10,6 milljóna í skaðabætur voru seljendurnir dæmdir til að greiða kaupendum hússins 4,6 milljónir króna í málskostnað.
Árborg Dómsmál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira