Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja til á fundi borgarráðs í dag að „stjórnarandstöðuflokkarnir“ fái seturétt fyrir aðstoðarmann sinn á fundum ráðsins.
Samkvæmt tillögunni hefði aðstoðarmaður ekki málfrelsi né tillögurétt á fundum borgarráðs en væri til aðstoðar flokkunum þremur. „Slíkt fyrirkomulag myndi tryggja jafnræði milli flokkanna þar sem aðstoðarmaður borgarstjóra situr fundi borgarráðs, meirihlutanum og borgarstjóra til aðstoðar,“ segir í tillögunni.
Aðstoðarmenn inn í borgarráð
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
