Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. mars 2019 06:45 Verjendur við munnlegan málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í skaða- og miskabætur vegna sýknudómsins sem féll síðastliðið haust í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Með vísan til þess að um fordæmalaust mál er að ræða í íslenskri réttarsögu, er ekki hlaupið að því fyrir samningsaðila að gera sér í hugarlund hvernig bótamálið yrði dæmt af dómstólum. Þrír hinna sýknuðu eru enn á lífi, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason. Þeir eiga allir stjórnarskrárvarinn hlutlægan bótarétt vegna frelsisskerðingar að ósekju. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að sáttum verði náð við þá og einnig aðstandendur Sævars Marinós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir. Tveir dómar sem vísað hefur verið til sem fordæma um bótagreiðslur eru annars vegar svokallað Vegasmál Sigurþórs Arnarsonar sem dæmdar voru bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur 2015. Hann var sakfelldur árið 1993 fyrir að verða manni að bana á veitingastaðnum Vegas og sat í fangelsi í 15 og hálfan mánuð. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Honum voru dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015 í skaða- og miskabætur. Dómurinn varpar nokkru ljósi á túlkun lagaákvæða sem tekið hafa breytingum, til dæmis um aukinn bótarétt. Hins vegar er litið til dóms Hæstaréttar í bótamáli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi á árunum 1976-1977 vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns. Í dóminum var meðal annars vísað til óforsvaranlegra húsakynna Síðumúlafangelsis og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar. Miskabætur sem mönnunum voru dæmdar jafngiltu verðmæti einbýlishúss á þeim tíma þegar dómur féll árið 1983 og nema á núvirði að teknu tilliti til verðlagsbreytinga rúmum 23 milljónum, um það bil 224 þúsund krónum fyrir hvern dag. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði einn viðsemjenda sáttanefndarinnar útreikning bóta á grundvelli þessa fordæmis fyrir nefndina, auk útreiknings bóta fyrir missi atvinnutekna. Ekki heyrðist frá nefndinni um nokkurra vikna skeið eftir að fyrrnefndir útreikningar voru lagðir fyrir hana en ljóst er að niðurstaða útreikninganna hleypur á hundruðum milljóna í tilviki flestra hinna sýknuðu. Útreikningarnir taka ekki til annarra bóta sem komið gætu til, þar á meðal skaðabætur vegna missis atvinnutekna meðan á frelsissviptingu stóð og eftir atvikum einnig eftir að afplánun lauk með vísan til mannorðsmissis hinna dómfelldu í kjölfar málsins. Með vísan til þess að fólkið sat inni allt frá 6 mánuðum til rúmlega 8 ára er ljóst að bætur fyrir missi atvinnutekna gætu einnig orðið umtalsverðar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í skaða- og miskabætur vegna sýknudómsins sem féll síðastliðið haust í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Með vísan til þess að um fordæmalaust mál er að ræða í íslenskri réttarsögu, er ekki hlaupið að því fyrir samningsaðila að gera sér í hugarlund hvernig bótamálið yrði dæmt af dómstólum. Þrír hinna sýknuðu eru enn á lífi, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason. Þeir eiga allir stjórnarskrárvarinn hlutlægan bótarétt vegna frelsisskerðingar að ósekju. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að sáttum verði náð við þá og einnig aðstandendur Sævars Marinós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir. Tveir dómar sem vísað hefur verið til sem fordæma um bótagreiðslur eru annars vegar svokallað Vegasmál Sigurþórs Arnarsonar sem dæmdar voru bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur 2015. Hann var sakfelldur árið 1993 fyrir að verða manni að bana á veitingastaðnum Vegas og sat í fangelsi í 15 og hálfan mánuð. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Honum voru dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015 í skaða- og miskabætur. Dómurinn varpar nokkru ljósi á túlkun lagaákvæða sem tekið hafa breytingum, til dæmis um aukinn bótarétt. Hins vegar er litið til dóms Hæstaréttar í bótamáli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi á árunum 1976-1977 vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns. Í dóminum var meðal annars vísað til óforsvaranlegra húsakynna Síðumúlafangelsis og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar. Miskabætur sem mönnunum voru dæmdar jafngiltu verðmæti einbýlishúss á þeim tíma þegar dómur féll árið 1983 og nema á núvirði að teknu tilliti til verðlagsbreytinga rúmum 23 milljónum, um það bil 224 þúsund krónum fyrir hvern dag. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði einn viðsemjenda sáttanefndarinnar útreikning bóta á grundvelli þessa fordæmis fyrir nefndina, auk útreiknings bóta fyrir missi atvinnutekna. Ekki heyrðist frá nefndinni um nokkurra vikna skeið eftir að fyrrnefndir útreikningar voru lagðir fyrir hana en ljóst er að niðurstaða útreikninganna hleypur á hundruðum milljóna í tilviki flestra hinna sýknuðu. Útreikningarnir taka ekki til annarra bóta sem komið gætu til, þar á meðal skaðabætur vegna missis atvinnutekna meðan á frelsissviptingu stóð og eftir atvikum einnig eftir að afplánun lauk með vísan til mannorðsmissis hinna dómfelldu í kjölfar málsins. Með vísan til þess að fólkið sat inni allt frá 6 mánuðum til rúmlega 8 ára er ljóst að bætur fyrir missi atvinnutekna gætu einnig orðið umtalsverðar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira