Charles Leclerc verður á ráspól Bareinskappakstursins á morgun. Hann hafði betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Ferrari, Sebastian Vettel.
Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 21 árs gamli Leclerc verður á ráspól. Hann er á sínu fyrsta tímabil hjá Ferrari.
Leclerc er næstyngsti ökuþórinn í Formúlu 1 sem nær ráspól.
Ríkjandi heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð þriðji í tímatökunni í dag og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Valtteri Bottas, fjórði.
Leclerc á ráspól í fyrsta sinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn


Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Íslenski boltinn

Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn






Evrópumeistararnir fóru hamförum
Fótbolti