Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2019 16:21 Frá vinstri: Olli Kotro, fulltrúi Sannra Finna, Jörg Meuthen, varaformaður Valkosts fyrir Þýskaland, Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, og Anders Vistisen, fulltrúi Þjóðarflokksins. Vísir/EPA Flokkar hægriþjóðernissinna ætla að mynda bandalag á Evrópuþinginu með það fyrir augum umbreyta Evrópusambandinu innan frá. Þjóðernissinnar frá Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi og Ítalíu eiga aðild að samstarfinu. Hópurinn ætlar að heyja kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fara fram 23.-26. maí. Matteo Salvini, leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins og varaforsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um stofnun hópsins sem fékk nafnið „Evrópska bandalag fólks og þjóða“ í dag. Þingflokkurinn ætlar sér að leggja áherslu á að tryggja ytri landamæri Evrópusambandsins, draga úr innflutningi fólks og bæta samstarf gegn hryðjuverkjum og „íslamsvæðingu“, að sögn Anders Vistisen, Evrópuþingmanns Þjóðarflokksins. Honum til fulltingis voru fulltrúar danska Þjóðarflokksins, Sannra Finna og Valkosts fyrir Þýskaland. Allt eru það flokkar sem hafa sett þjóðernishyggju og andúð á innflytjendum á oddinn hver í sínu landi. Aðeins þessir fjórir flokkar hafa skráð sig til þátttöku en forsvarsmenn hans segjast vonast til þess að fá tíu flokka í bandalagið. Það verður þó ekki hægt að stofna formlega fyrr en að kosningunum loknum og þá aðeins ef þeir ná 25 þingmönnum kjörnum frá að minnsta kosti sjö ríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Danmörk Evrópusambandið Finnland Ítalía Þýskaland Tengdar fréttir Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Flokkar hægriþjóðernissinna ætla að mynda bandalag á Evrópuþinginu með það fyrir augum umbreyta Evrópusambandinu innan frá. Þjóðernissinnar frá Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi og Ítalíu eiga aðild að samstarfinu. Hópurinn ætlar að heyja kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fara fram 23.-26. maí. Matteo Salvini, leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins og varaforsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um stofnun hópsins sem fékk nafnið „Evrópska bandalag fólks og þjóða“ í dag. Þingflokkurinn ætlar sér að leggja áherslu á að tryggja ytri landamæri Evrópusambandsins, draga úr innflutningi fólks og bæta samstarf gegn hryðjuverkjum og „íslamsvæðingu“, að sögn Anders Vistisen, Evrópuþingmanns Þjóðarflokksins. Honum til fulltingis voru fulltrúar danska Þjóðarflokksins, Sannra Finna og Valkosts fyrir Þýskaland. Allt eru það flokkar sem hafa sett þjóðernishyggju og andúð á innflytjendum á oddinn hver í sínu landi. Aðeins þessir fjórir flokkar hafa skráð sig til þátttöku en forsvarsmenn hans segjast vonast til þess að fá tíu flokka í bandalagið. Það verður þó ekki hægt að stofna formlega fyrr en að kosningunum loknum og þá aðeins ef þeir ná 25 þingmönnum kjörnum frá að minnsta kosti sjö ríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Danmörk Evrópusambandið Finnland Ítalía Þýskaland Tengdar fréttir Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08
Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48