Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin ákvað í nóvember síðastliðnum að fresta málinu fram á vor til þess að fara betur yfir þá gagnrýni sem fram kom á innleiðingu þriðja orkupakkans.
Guðlaugur Þór mun sjálfur mæla fyrir málinu en hann gerði breytingar á plönum sínum þegar í ljós kom að málið færi á dagskrá í dag. Hafði hann vegna anna í opinberum erindum erlendis kallað inn varamann til 12. apríl næstkomandi.
Ljóst er að málið, sem er afar umdeilt, verður eitt það fyrirferðarmesta það sem eftir er vorþings.
Þá eru frumvörp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur iðnaðarráðherra tengd þriðja orkupakkanum einnig á dagskrá þingsins í dag.
Ríkisstjórnin leggur áherslu á þann fyrirvara að flutningur á raforku milli Íslands og orkumarkaðar ESB muni ekki koma til nema með aðkomu Alþingis.
Orkupakkinn á dagskrá í dag

Tengdar fréttir

Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi.

Sigmundur og Davíð einir nefndir til sögunnar í greinargerð um orkupakkann
Stjórnartillaga um hinn svokallaða Þriðja orkupakka hefur verið birt á vef Alþingis.

Segir popúlisma einkenna umræðuna um þriðja orkupakkann: „Fyrirlitlegri stjórnmál er vart hægt að stunda“
Einangrunarhyggja, popúlismi og þröngsýni einkennir umræðuna um þriðja orkupakkann að mati Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar.