Kveðjuleikur Heimis og Sverre: Sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2019 22:08 Heimir átti afar gott tímabil í vörn KA. vísir/bára Löngum og glæsilegum ferli Heimis Arnar Árnasonar lauk í kvöld þegar KA vann FH, 29-26, í 22. og síðustu umferð Olís-deildar karla. Sverre Jakobsson kom líka aðeins við sögu í sínum fyrsta leik fyrir KA í áraraðir og sínum síðasta leik á ferlinum. Heimir átti góðan leik í vörn KA og því eðlilegt að spyrja af hverju í ósköpunum hann sé að hætta? „Eftir 30 daga verð ég fertugur. Mig langar að spila golf langt fram eftir aldri þannig að maður verður að hlusta á líkamann,“ sagði Heimir sem gaf það í skyn að hann gæti áfram spriklað með KA-U í Grill 66 deildinni. Heimir var að vonum ánægður með síðasta leikinn í efstu deild og hvernig hann fór. „Ég fékk gæsahúð þegar Sverre kom inn á. Það voru þjálfaramistök að hann skyldi ekki spila meira. En það var allt með okkur. Ég fann það allan tímann að við myndum vinna þetta. Ég er mjög sáttur en hefði viljað skora. En ég átti frábært frákast,“ sagði Heimir léttur. „Að öllu gamni slepptu var þetta frábært tímabil. Við unnum bæði deildar- og bikarmeistarana. Við erum pínu svekktir að vera ekki að fara í úrslitakeppnina en hrikalega stoltir,“ sagði Heimir að lokum.Sverre lék í gula og bláa búningnum í fyrsta sinn í áraraðir. Og jafnframt í síðasta sinn.mynd/skjáskotSverre, sem er 42 ára, kom aðeins inn á í vörn KA í fyrri hálfleik. „Þetta þróaðist í þessa átt. Við Heimir sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman. Við náðum einni,“ sagði Sverre sem kom inn í þjálfarateymi KA eftir áramót. „Ég hóf ferilinn hérna og það er ágætt að enda hann líka í gulu treyjunni.“ Stemmningin í KA-heimilinu í kvöld var með besta móti og Sverre fékk góðar móttökur þegar hann var kynntur til leiks. „Þetta var æðislegt. Manni hefur verið gríðarlega vel tekið hérna og maður nýtur þess að vera áfram í handboltanum. Ég er þakklátur fyrir að félagið hafi viljað fá mig.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Sjá meira
Löngum og glæsilegum ferli Heimis Arnar Árnasonar lauk í kvöld þegar KA vann FH, 29-26, í 22. og síðustu umferð Olís-deildar karla. Sverre Jakobsson kom líka aðeins við sögu í sínum fyrsta leik fyrir KA í áraraðir og sínum síðasta leik á ferlinum. Heimir átti góðan leik í vörn KA og því eðlilegt að spyrja af hverju í ósköpunum hann sé að hætta? „Eftir 30 daga verð ég fertugur. Mig langar að spila golf langt fram eftir aldri þannig að maður verður að hlusta á líkamann,“ sagði Heimir sem gaf það í skyn að hann gæti áfram spriklað með KA-U í Grill 66 deildinni. Heimir var að vonum ánægður með síðasta leikinn í efstu deild og hvernig hann fór. „Ég fékk gæsahúð þegar Sverre kom inn á. Það voru þjálfaramistök að hann skyldi ekki spila meira. En það var allt með okkur. Ég fann það allan tímann að við myndum vinna þetta. Ég er mjög sáttur en hefði viljað skora. En ég átti frábært frákast,“ sagði Heimir léttur. „Að öllu gamni slepptu var þetta frábært tímabil. Við unnum bæði deildar- og bikarmeistarana. Við erum pínu svekktir að vera ekki að fara í úrslitakeppnina en hrikalega stoltir,“ sagði Heimir að lokum.Sverre lék í gula og bláa búningnum í fyrsta sinn í áraraðir. Og jafnframt í síðasta sinn.mynd/skjáskotSverre, sem er 42 ára, kom aðeins inn á í vörn KA í fyrri hálfleik. „Þetta þróaðist í þessa átt. Við Heimir sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman. Við náðum einni,“ sagði Sverre sem kom inn í þjálfarateymi KA eftir áramót. „Ég hóf ferilinn hérna og það er ágætt að enda hann líka í gulu treyjunni.“ Stemmningin í KA-heimilinu í kvöld var með besta móti og Sverre fékk góðar móttökur þegar hann var kynntur til leiks. „Þetta var æðislegt. Manni hefur verið gríðarlega vel tekið hérna og maður nýtur þess að vera áfram í handboltanum. Ég er þakklátur fyrir að félagið hafi viljað fá mig.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Sjá meira
Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30