Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 13:36 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Borgarstjóri segir verkferla hafna til að bregðast við ábendingum skýrslunnar og allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Skýrslan var kynnt í Borgarráði í gær og þar kemur fram að þrjár af fjórum verkframkvæmdun sem kannaðar voru voru innan viðmiða. Mathöllin við Hlemm fór 79 prósent framúr áætlun. „Ástandið á húsinu var þannig að það þurfit að fara í mikla endurgerð á þaki, raflögnum og fleiru. Það má segja að það séu eðlilegar skýringar á því.“ Alvarlegustu athugasemdina gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð. Ein ábending var metin á rauðu áhættustigi, en hún varðar mikilvægi þess að bæta gæði kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á 40 ára afmæli Hlemms í ágúst 2018.Fréttablaðið/Ernir„Innri endurskoðun kallaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við ábendingum sínum og metur þær ásættanlegar. Lykilatriði í þessu er að fylgja þessu eftir. Við erum í heilmiklu umbótaferli sem fór af stað fyrr í vetur og ætlum okkur að klára það með sóma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir skýrsluna svarta. „Það þýðir ekkert að segja það núna, með eftiráskýringum, að það eigi að breyta verkreglum. Reglurnar eru klárar. Reykjavík starfar eftir reglum um opinber innkaup og hefur sett sínar innkaupareglur. Það þýðir ekkert að koma fram núna þegar allir þessir skandalar eru komnir upp á borð og segja við þurfum að breyta einhverju.“ Hún segir að nú sé komið að tímamótum í rekstri borgarinnar varðandi framkvæmdir. „Það verður bara að fara algjörlega ofan í öll verkefni sem hafa verið framkvæmd. Því þetta ber allt af sama brunni. Framúrkeyrsla, óráðsía og lögbrot. Við skulum þá bara bæta því fjórða við, spilling.“ Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Borgarstjóri segir verkferla hafna til að bregðast við ábendingum skýrslunnar og allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Skýrslan var kynnt í Borgarráði í gær og þar kemur fram að þrjár af fjórum verkframkvæmdun sem kannaðar voru voru innan viðmiða. Mathöllin við Hlemm fór 79 prósent framúr áætlun. „Ástandið á húsinu var þannig að það þurfit að fara í mikla endurgerð á þaki, raflögnum og fleiru. Það má segja að það séu eðlilegar skýringar á því.“ Alvarlegustu athugasemdina gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð. Ein ábending var metin á rauðu áhættustigi, en hún varðar mikilvægi þess að bæta gæði kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á 40 ára afmæli Hlemms í ágúst 2018.Fréttablaðið/Ernir„Innri endurskoðun kallaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við ábendingum sínum og metur þær ásættanlegar. Lykilatriði í þessu er að fylgja þessu eftir. Við erum í heilmiklu umbótaferli sem fór af stað fyrr í vetur og ætlum okkur að klára það með sóma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir skýrsluna svarta. „Það þýðir ekkert að segja það núna, með eftiráskýringum, að það eigi að breyta verkreglum. Reglurnar eru klárar. Reykjavík starfar eftir reglum um opinber innkaup og hefur sett sínar innkaupareglur. Það þýðir ekkert að koma fram núna þegar allir þessir skandalar eru komnir upp á borð og segja við þurfum að breyta einhverju.“ Hún segir að nú sé komið að tímamótum í rekstri borgarinnar varðandi framkvæmdir. „Það verður bara að fara algjörlega ofan í öll verkefni sem hafa verið framkvæmd. Því þetta ber allt af sama brunni. Framúrkeyrsla, óráðsía og lögbrot. Við skulum þá bara bæta því fjórða við, spilling.“
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00
Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00
Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00