Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 6. apríl 2019 21:45 Deildarmeistarar Hauka. vísir/daníel Valsmenn trufluðu bikarhátíð Hauka á Ásvöllum með 26-23 sigri á Haukum. Haukar tóku við deildarmeistarabikarnum eftir leik svo þeir voru fljótir að gleyma tapinu gegn Val. Það var vitað fyrir leik að Haukar myndu taka við deildarmeistaratitlinum sama hvað gerðist í leiknum. Valsmenn voru sömuleiðis nokkuð vissir um að lenda í þriðja sæti, þar af leiðandi gætu sumir hafa haldið að menn myndu taka því rólega í kvöld. Bæði lið eru með frábærar varnir sem slökuðu hinsvegar ekkert á í kvöld. Staðan eftir korter var 4-4 en markmenn beggja liða funheitir allan fyrri hálfleikinn. Haukar voru skrefi á undan allan fyrri hálfleikinn. Valsmenn misstu Magnús Óla Magnússon í meiðsli í vikunni og það sást á sóknarleiknum. Magnús er lykilmaður í sókn Vals og þeir áttu erfitt með að finna taktinn. Sömuleiðis er Agnar Smári Jónsson búinn að vera að glíma við meiðsli meira og minna síðan um áramótin svo það munaði líka um hann sóknarlega. Valsvörnin ásamt Daníel Frey í markinu hélt Valsmönnum hinsvegar inni í leiknum í fyrri hálfleik en Haukar spiluðu mjög vel báðu megin í fyrri hálfleik. Það var ákveðið andleysi yfir Haukaliðinu í seinni hálfleik en þeir voru mjög fljótir að hleypa Valsmönnum yfir. Haukavörnin sem hafði verið mjög fín í fyrri hálfleik var farinn að gefa af sér færi frá öllum stöðum og þá byrjuðu Valsmenn að refsa. Í stöðunni 13-10 fyrir Haukum fiskaði Vignir Stefánsson hornamaður Vals víti og brottvísun á Halldór Inga. Valsmenn nýttu sér yfirtöluna gríðarlega vel og þegar maðurinn var kominn aftur inná var orðið jafnt 13-13. Haukar aftur að komast smá yfir og héldu mögulega að þeir væru búnir að vinna leikinn en svo var ekki. Eftir að Haukar komust í stöðuna 18-16 skoruðu Valsmenn 6 mörk í röð. Á þessum kafla voru Haukar mjög duglegir að kasta frá sér boltanum á meðan Valsmenn náðu loksins að finna taktinn sóknarlega. Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók ekki leikhlé fyrr en í stöðunni 23-19 fyrir Val og þá var alltof seint í rassinn gripið. Valsmenn sigldu sigrinum heim á lokamínútunum og geta farið fullir af sjálfstrausti inn í úrslitakeppnina þrátt fyrir meiðslavandræðin. Haukarnir fagna með sínu fólki í kvöld.vísir/daníel Af hverju vann Valur? Haukar slökuðu á í seinni hálfleik en ekki Valsmenn. Hvort það hafi verið af því að Haukar voru búnir að tryggja sér titilinn er ómögulegt að vita, eitt er hinsvegar víst að fyrir áhorfendagildi leiksins er mikill skellur að Haukar hafi tryggt sér deildina á miðvikudaginn. Hverjir stóðu upp úr? Valsvörnin og markvarslan skóp þennan sigur. Liðsvörnin hjá Val er frábær en þeir hafa flestir spilað lengi saman og vita hvar næsti maður er að fara að vera. Bræðurnir í hjarta varnarinnar standa oftast upp úr en ég efast um að það séu margir sem myndu vilja mæta þeim í dimmu húsasundi. Sóknarlega var Róbert Aron Hostert frábær hjá Val í allt kvöld. Hann hélt þeim gangandi þegar aðrir voru ekki að finna sig en síðan þegar liðsfélagar hans fóru líka að skora hættu Haukar að eiga séns. Róbert endaði með 7 mörk og 2 stoðsendingar. Allir markmenn sem tóku þátt í leiknum enduðu með 37% markvörslu eða meira sem verður að teljast ansi gott. Hvað gekk illa? Mjög mikið hjá Haukum í seinni hálfleik. Þeir fengu á sig 17 mörk en voru líka slæmir sóknarlega. Þeir voru að tapa boltanum mjög mikið en náðu sömuleiðis ekki að búa til tapaða bolta í vörninni og enduðu með núll mörk úr hraðaupphlaupum í seinni hálfleik. Þeir eru eflaust fljótir að gleyma tapinu en svona er samt ekki hægt að spila í úrslitakeppninni. Hvað gerist næst? Fyrst kemur tveggja vikna landsleikjahlé en síðan byrjar úrslitakeppnin. Haukar fá Stjörnuna í fyrstu umferð á meðan Valsmenn mæta Aftureldingu. Þessi einvígi og öll hin verða krufin í Seinni Bylgjunni áður en úrslitakeppnin fer af stað fyrir ykkur. Bikarinn fer á loft.vísir/daníel Gulli: Verst að þurfa að bíða í tvær vikur „Ég er virkilega ánægður með heildarframmistöðuna. Ég er virkilega ánægður með vörnina, markvörsluna og svona aðalatriðin sóknarlega. En það var fullt af hlutum í fyrri hálfleik sem við hefðum getað gert miklu betur,” sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Vals að leikslokum. Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals meiddist í vikunni og verður að öllum líkindum ekkert meira með í vor. Valsliðið var ekki að finna taktinn sóknarlega og það má kannski rekja til þess að þeir voru að venjast því að spila án Magnúsar. „Í fyrri hálfleik erum við í smá veseni að finna taktinn sóknarlega. Robbi og Anton eru auðvitað búnir að spila mikið í allan vetur svo það vantar kannski bara mest uppá breiddina hjá okkur. Maggi er auðvitað gríðarlega mikilvægur fyrir okkur útaf sínum einstaklingsframtökum. Liðið verður bara að hjálpast að.” Valsmenn mæta Aftureldingu í fyrstu umferð úrslitakeppnarinnar. Gulli ætlar ekki að missa trúnna á titli þrátt fyrir að liðið sé mjög plágað af meiðslum. „Við byrjum á að fara inn í átta liða úrslit gegn Aftureldingu. Við undirbúum okkur bara fyrir það verkefni og sjáum hvernig við stöndum eftir það.” Hvernig leggst einvígið annars í þig? „Það verður bara skemmtilegt. Það er auðvitað bara verst að þurfa að bíða í tvær vikur eftir að þetta einvígi byrji en þetta leggst bara mjög vel í mig.” Gunni Magg: Forréttindi að starfa fyrir þetta félag„Ég er náttúrulega bara ótrúlega glaður að hafa náð þessum titli. Þetta er bara búinn að vera frábær vetur og ég er bara ógeðslega stoltur yfir að landa þessu,” sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir leik kvöldsins en Haukar tóku við deildarmeistaratitlinum eftir leik kvöldsins.Haukar töpuðu leik kvöldsins en Gunnar var ekki að kippa sér upp yfir því. Hann var fljótur að viðurkenna að Valsmenn voru betri og fara að fagna titlinum. „Valsmenn voru bara betri en við í kvöld. Þeir áttu sigurinn skilið. Þeir voru betri og unnu bara sanngjarnt í kvöld ég hef bara ekkert meira um það að segja held ég. Við vorum ekki nógu góðir og náum ekki upp góðum leik.” Gunnar var að leikslokum gríðarlega ánægður að hafa medalju um hálsinn. „Núna erum við bara að fara að fagna þessum stóratitli. Við erum ótrulega ánægðir en við settum okkur þetta markmið að vinna þennan titil. Við ætluðum bara að ná honum og við erum hrikalega stoltir að vinna þennan titil.” Deildarmeistaratitlinum er enginn brandari á Ásvöllum og það er mikið af fólki sem á hlut í þessu segir hann.„Innan vallar sem utan er ég stoltur af þeim sem komu að liðinu. Það er gríðarlega sterk liðsheild bæði innan liðsins og í kringum það. Þetta er bara frábær áfangi fyrir okkur.“„Haukar eru núna deildarmeistarar í ellefta skipti síðan árið 2000 og það er enginn tilviljun. Það er sama fólkið sem er á bakvið tjöldin alltaf í stjórninni og þetta er bara forréttindi að fá að starfa fyrir þetta félag og gaman að skila þessum titli.” Olís-deild karla
Valsmenn trufluðu bikarhátíð Hauka á Ásvöllum með 26-23 sigri á Haukum. Haukar tóku við deildarmeistarabikarnum eftir leik svo þeir voru fljótir að gleyma tapinu gegn Val. Það var vitað fyrir leik að Haukar myndu taka við deildarmeistaratitlinum sama hvað gerðist í leiknum. Valsmenn voru sömuleiðis nokkuð vissir um að lenda í þriðja sæti, þar af leiðandi gætu sumir hafa haldið að menn myndu taka því rólega í kvöld. Bæði lið eru með frábærar varnir sem slökuðu hinsvegar ekkert á í kvöld. Staðan eftir korter var 4-4 en markmenn beggja liða funheitir allan fyrri hálfleikinn. Haukar voru skrefi á undan allan fyrri hálfleikinn. Valsmenn misstu Magnús Óla Magnússon í meiðsli í vikunni og það sást á sóknarleiknum. Magnús er lykilmaður í sókn Vals og þeir áttu erfitt með að finna taktinn. Sömuleiðis er Agnar Smári Jónsson búinn að vera að glíma við meiðsli meira og minna síðan um áramótin svo það munaði líka um hann sóknarlega. Valsvörnin ásamt Daníel Frey í markinu hélt Valsmönnum hinsvegar inni í leiknum í fyrri hálfleik en Haukar spiluðu mjög vel báðu megin í fyrri hálfleik. Það var ákveðið andleysi yfir Haukaliðinu í seinni hálfleik en þeir voru mjög fljótir að hleypa Valsmönnum yfir. Haukavörnin sem hafði verið mjög fín í fyrri hálfleik var farinn að gefa af sér færi frá öllum stöðum og þá byrjuðu Valsmenn að refsa. Í stöðunni 13-10 fyrir Haukum fiskaði Vignir Stefánsson hornamaður Vals víti og brottvísun á Halldór Inga. Valsmenn nýttu sér yfirtöluna gríðarlega vel og þegar maðurinn var kominn aftur inná var orðið jafnt 13-13. Haukar aftur að komast smá yfir og héldu mögulega að þeir væru búnir að vinna leikinn en svo var ekki. Eftir að Haukar komust í stöðuna 18-16 skoruðu Valsmenn 6 mörk í röð. Á þessum kafla voru Haukar mjög duglegir að kasta frá sér boltanum á meðan Valsmenn náðu loksins að finna taktinn sóknarlega. Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók ekki leikhlé fyrr en í stöðunni 23-19 fyrir Val og þá var alltof seint í rassinn gripið. Valsmenn sigldu sigrinum heim á lokamínútunum og geta farið fullir af sjálfstrausti inn í úrslitakeppnina þrátt fyrir meiðslavandræðin. Haukarnir fagna með sínu fólki í kvöld.vísir/daníel Af hverju vann Valur? Haukar slökuðu á í seinni hálfleik en ekki Valsmenn. Hvort það hafi verið af því að Haukar voru búnir að tryggja sér titilinn er ómögulegt að vita, eitt er hinsvegar víst að fyrir áhorfendagildi leiksins er mikill skellur að Haukar hafi tryggt sér deildina á miðvikudaginn. Hverjir stóðu upp úr? Valsvörnin og markvarslan skóp þennan sigur. Liðsvörnin hjá Val er frábær en þeir hafa flestir spilað lengi saman og vita hvar næsti maður er að fara að vera. Bræðurnir í hjarta varnarinnar standa oftast upp úr en ég efast um að það séu margir sem myndu vilja mæta þeim í dimmu húsasundi. Sóknarlega var Róbert Aron Hostert frábær hjá Val í allt kvöld. Hann hélt þeim gangandi þegar aðrir voru ekki að finna sig en síðan þegar liðsfélagar hans fóru líka að skora hættu Haukar að eiga séns. Róbert endaði með 7 mörk og 2 stoðsendingar. Allir markmenn sem tóku þátt í leiknum enduðu með 37% markvörslu eða meira sem verður að teljast ansi gott. Hvað gekk illa? Mjög mikið hjá Haukum í seinni hálfleik. Þeir fengu á sig 17 mörk en voru líka slæmir sóknarlega. Þeir voru að tapa boltanum mjög mikið en náðu sömuleiðis ekki að búa til tapaða bolta í vörninni og enduðu með núll mörk úr hraðaupphlaupum í seinni hálfleik. Þeir eru eflaust fljótir að gleyma tapinu en svona er samt ekki hægt að spila í úrslitakeppninni. Hvað gerist næst? Fyrst kemur tveggja vikna landsleikjahlé en síðan byrjar úrslitakeppnin. Haukar fá Stjörnuna í fyrstu umferð á meðan Valsmenn mæta Aftureldingu. Þessi einvígi og öll hin verða krufin í Seinni Bylgjunni áður en úrslitakeppnin fer af stað fyrir ykkur. Bikarinn fer á loft.vísir/daníel Gulli: Verst að þurfa að bíða í tvær vikur „Ég er virkilega ánægður með heildarframmistöðuna. Ég er virkilega ánægður með vörnina, markvörsluna og svona aðalatriðin sóknarlega. En það var fullt af hlutum í fyrri hálfleik sem við hefðum getað gert miklu betur,” sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Vals að leikslokum. Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals meiddist í vikunni og verður að öllum líkindum ekkert meira með í vor. Valsliðið var ekki að finna taktinn sóknarlega og það má kannski rekja til þess að þeir voru að venjast því að spila án Magnúsar. „Í fyrri hálfleik erum við í smá veseni að finna taktinn sóknarlega. Robbi og Anton eru auðvitað búnir að spila mikið í allan vetur svo það vantar kannski bara mest uppá breiddina hjá okkur. Maggi er auðvitað gríðarlega mikilvægur fyrir okkur útaf sínum einstaklingsframtökum. Liðið verður bara að hjálpast að.” Valsmenn mæta Aftureldingu í fyrstu umferð úrslitakeppnarinnar. Gulli ætlar ekki að missa trúnna á titli þrátt fyrir að liðið sé mjög plágað af meiðslum. „Við byrjum á að fara inn í átta liða úrslit gegn Aftureldingu. Við undirbúum okkur bara fyrir það verkefni og sjáum hvernig við stöndum eftir það.” Hvernig leggst einvígið annars í þig? „Það verður bara skemmtilegt. Það er auðvitað bara verst að þurfa að bíða í tvær vikur eftir að þetta einvígi byrji en þetta leggst bara mjög vel í mig.” Gunni Magg: Forréttindi að starfa fyrir þetta félag„Ég er náttúrulega bara ótrúlega glaður að hafa náð þessum titli. Þetta er bara búinn að vera frábær vetur og ég er bara ógeðslega stoltur yfir að landa þessu,” sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir leik kvöldsins en Haukar tóku við deildarmeistaratitlinum eftir leik kvöldsins.Haukar töpuðu leik kvöldsins en Gunnar var ekki að kippa sér upp yfir því. Hann var fljótur að viðurkenna að Valsmenn voru betri og fara að fagna titlinum. „Valsmenn voru bara betri en við í kvöld. Þeir áttu sigurinn skilið. Þeir voru betri og unnu bara sanngjarnt í kvöld ég hef bara ekkert meira um það að segja held ég. Við vorum ekki nógu góðir og náum ekki upp góðum leik.” Gunnar var að leikslokum gríðarlega ánægður að hafa medalju um hálsinn. „Núna erum við bara að fara að fagna þessum stóratitli. Við erum ótrulega ánægðir en við settum okkur þetta markmið að vinna þennan titil. Við ætluðum bara að ná honum og við erum hrikalega stoltir að vinna þennan titil.” Deildarmeistaratitlinum er enginn brandari á Ásvöllum og það er mikið af fólki sem á hlut í þessu segir hann.„Innan vallar sem utan er ég stoltur af þeim sem komu að liðinu. Það er gríðarlega sterk liðsheild bæði innan liðsins og í kringum það. Þetta er bara frábær áfangi fyrir okkur.“„Haukar eru núna deildarmeistarar í ellefta skipti síðan árið 2000 og það er enginn tilviljun. Það er sama fólkið sem er á bakvið tjöldin alltaf í stjórninni og þetta er bara forréttindi að fá að starfa fyrir þetta félag og gaman að skila þessum titli.”
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti