Verkföllum aflýst Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 1. apríl 2019 22:24 Frá fundi deiluaðila í Karphúsinu fyrir skömmu. Vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins og VR hafa gert með sér samkomulag þess efnis að verkfalli VR hjá tilgreindum hópbifreiðafyrirtækjum og fyrirtækjum í gistiþjónustu er aflýst. Efling hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að félagið hafi aflýst sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Árangur hafi náðst í samningaviðræðum sem verður kynntur nánar á morgun. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, hefur enn ekki verið aflýst en starfsmenn þar funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins í fyrramálið. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, árangur dagsins standa og falla með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort fall WOW air hafði haft áhrif á kröfur verkalýðsfélaganna. Niðurstaða dagsins verður kynnt fyrir samninganefndum en hann segir samningana flókna. Ágætis árangur hafi náðst síðustu daga og þá sérstaklega í dag. Viðræður hafa staðið yfir í allan dag og langt fram eftir kvöldi á milli fulltrúa verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir fundarhöld enn standa yfir og þau muni gera það eitthvað fram á kvöld. Uppfært klukkan 23:50: Nú laust fyrir miðnætti staðfesti Elísabet að samningaaðilar funduðu enn en reikna má með frekari tíðindum á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og VR hafa gert með sér samkomulag þess efnis að verkfalli VR hjá tilgreindum hópbifreiðafyrirtækjum og fyrirtækjum í gistiþjónustu er aflýst. Efling hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að félagið hafi aflýst sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Árangur hafi náðst í samningaviðræðum sem verður kynntur nánar á morgun. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, hefur enn ekki verið aflýst en starfsmenn þar funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins í fyrramálið. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, árangur dagsins standa og falla með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort fall WOW air hafði haft áhrif á kröfur verkalýðsfélaganna. Niðurstaða dagsins verður kynnt fyrir samninganefndum en hann segir samningana flókna. Ágætis árangur hafi náðst síðustu daga og þá sérstaklega í dag. Viðræður hafa staðið yfir í allan dag og langt fram eftir kvöldi á milli fulltrúa verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir fundarhöld enn standa yfir og þau muni gera það eitthvað fram á kvöld. Uppfært klukkan 23:50: Nú laust fyrir miðnætti staðfesti Elísabet að samningaaðilar funduðu enn en reikna má með frekari tíðindum á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira