Limmósínur fyrir strætó ag skrifar 1. apríl 2019 06:15 Þar sem ekki komast allir með limmósínunum biður Haraldur fólk að mynda einfaldar raðir á hefðbundnum biðstöðvum Strætó. Vísir/Getty „Auðvitað vonumst við eins og allir til þess að þessum verkföllum verði frestað en annars viljum við létta undir með fólki,“ segir Haraldur Guðmundsson, eigandi nýrrar eðalbílaleigu í Reykjavík. Bílstjórar á strætisvagnaleiðum 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36, leggja niður störf á háannatímum alla virka daga í apríl á meðan kjarasamningum er ólokið. Gildir þetta milli klukkan 7 og 9 á morgnana og milli 16 og 18 síðdegis. Eðalvagnar Haraldar munu í dag aka á leið 14 sem fer frá Granda að Versló með viðkomu í Langholtshverfi og Bústaðahverfi. Einnig á leið 16 sem fer frá Hlemmi að Hádegismóum. Ferðirnar eru ókeypis. „Við erum með þrjá bíla sem taka þrettán manns hver. Þannig að þótt þetta séu stórir bílar á sinn mælikvarða getum við augljóslega ekki komið í staðinn fyrir heilu strætisvagnana. En við ætlum að gera okkar besta,“ undirstrikar Haraldur. Þar sem ekki komast allir með limmósínunum biður Haraldur fólk að mynda einfaldar raðir á hefðbundnum biðstöðvum Strætó. „Síðan tökum við bara við fólki þangað til bílarnir fyllast. Að sjálfsögðu hleypum við svo farþegum út á hefðbundnum stöðum þannig að það geta alltaf losnað pláss á leiðinni,“ segir Haraldur Guðmundsson. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Enn hirtir nefndin Ómar Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Sjá meira
„Auðvitað vonumst við eins og allir til þess að þessum verkföllum verði frestað en annars viljum við létta undir með fólki,“ segir Haraldur Guðmundsson, eigandi nýrrar eðalbílaleigu í Reykjavík. Bílstjórar á strætisvagnaleiðum 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36, leggja niður störf á háannatímum alla virka daga í apríl á meðan kjarasamningum er ólokið. Gildir þetta milli klukkan 7 og 9 á morgnana og milli 16 og 18 síðdegis. Eðalvagnar Haraldar munu í dag aka á leið 14 sem fer frá Granda að Versló með viðkomu í Langholtshverfi og Bústaðahverfi. Einnig á leið 16 sem fer frá Hlemmi að Hádegismóum. Ferðirnar eru ókeypis. „Við erum með þrjá bíla sem taka þrettán manns hver. Þannig að þótt þetta séu stórir bílar á sinn mælikvarða getum við augljóslega ekki komið í staðinn fyrir heilu strætisvagnana. En við ætlum að gera okkar besta,“ undirstrikar Haraldur. Þar sem ekki komast allir með limmósínunum biður Haraldur fólk að mynda einfaldar raðir á hefðbundnum biðstöðvum Strætó. „Síðan tökum við bara við fólki þangað til bílarnir fyllast. Að sjálfsögðu hleypum við svo farþegum út á hefðbundnum stöðum þannig að það geta alltaf losnað pláss á leiðinni,“ segir Haraldur Guðmundsson.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Enn hirtir nefndin Ómar Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Sjá meira