Bað nágranna að njósna um fyrrverandi sambýliskonu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 16:34 Konan lýsti ítrekuðu ofbeldi mannsins í sinn garð. Vísir/Hanna Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er um ítrekuð ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi m.a. beðið nágranna konunnar um að njósna um hana. Þá braut hann annað nálgunarbann sem hann var dæmdur í vegna hegðun sinnar gagnvart konunni.Krafðist þess að fylgjast með henni á salerninu Sex mál er varða meint heimilisofbeldi, nauðgun, líkamsárás og hótanir mannsins gegn konunni eru til rannsóknar hjá lögreglu eða til afgreiðslu hjá ákærusviði, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Þá er einnig tekið fram að lögreglu hafi borist fimm tilkynningar árin 2017-2019 vegna gruns um heimilisofbeldi eða áreiti af hálfu mannsins í garð konunnar.Í dómi eru rakin mörg tilvik þar sem konan greinir frá ítrekuðu ofbeldi mannsins, bæði andlegu og líkamlegu. Ofbeldið hafi hafist árið 2016 en í eitt skipti lýsti konan því að maðurinn hefði losað bílbelti hennar þegar þau voru að keyra og hafi í kjölfarið bremsað harkalega þannig að hún hafi kastast úr sæti sínu. Þá hafi hann ítrekað sakað hana um framhjáhald og að hann myndi skjóta þann aðila sem hún myndi hefja samband við. Þá hafi hann ekki leyft henni að fara á salernið nema að hafa dyrnar opnar svo hann gæti fylgst með hanni. Bað nágrannann að taka myndir af bifreið konunnar Maðurinn hafi svo sýnt meira og minna af sér ógnandi hegðun í sambandinu þangað til hún sleit því árið 2018 og yfirgaf heimili þeirra. Manninum var svo gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni frá 14. september 2018 til 16. janúar 2019. Ekki sé annað að sjá en að maðurinn hafi brotið það nálgunarbann, að því er segir í dómi. Þannig hafi lögregla fengið upplýsingar þess efnis í október árið 2018 að maðurinn væri að reyna að setja sig í samband við konuna. Þá sé hann grunaður um að hafa beðið nágranna konunnar um að fylgjast með henni og láta hann vita ef hún færi að heiman og taka myndir af bifreið hennar fyrir utan heimilið og senda honum. Nágranninn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði sent sér skilaboð reglulega til að spyrja hvort konan væri heima og hvert hún væri að fara. Leitaði að henni í vinnunni Þá tilkynnti konan um áreiti af hálfu mannsins í lok mars síðastliðnum. Konan sagðist hafa mætt til vinnu að kvöldi og þar hefði henni verið tjáð að maðurinn hefði komið á vinnustaðinn fyrr um kvöldið með mynd af henni og spurt hvort hún væri að vinna. Samstarfsmaður konunnar, sem var að vinna umrætt kvöld, staðfesti frásögn konunnar fyrir dómi og sagði manninn hafa haft í hótunum við sig. Konan kvaðst hafa orðið mjög skelkuð vegna þessarar heimsóknar. Með hliðsjón af öllu framangreindu var manninum gert að sæta nálgunarbanni til og með 25. júlí 2019. Lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus við húsið. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti konunni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti á tímabilinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er um ítrekuð ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi m.a. beðið nágranna konunnar um að njósna um hana. Þá braut hann annað nálgunarbann sem hann var dæmdur í vegna hegðun sinnar gagnvart konunni.Krafðist þess að fylgjast með henni á salerninu Sex mál er varða meint heimilisofbeldi, nauðgun, líkamsárás og hótanir mannsins gegn konunni eru til rannsóknar hjá lögreglu eða til afgreiðslu hjá ákærusviði, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Þá er einnig tekið fram að lögreglu hafi borist fimm tilkynningar árin 2017-2019 vegna gruns um heimilisofbeldi eða áreiti af hálfu mannsins í garð konunnar.Í dómi eru rakin mörg tilvik þar sem konan greinir frá ítrekuðu ofbeldi mannsins, bæði andlegu og líkamlegu. Ofbeldið hafi hafist árið 2016 en í eitt skipti lýsti konan því að maðurinn hefði losað bílbelti hennar þegar þau voru að keyra og hafi í kjölfarið bremsað harkalega þannig að hún hafi kastast úr sæti sínu. Þá hafi hann ítrekað sakað hana um framhjáhald og að hann myndi skjóta þann aðila sem hún myndi hefja samband við. Þá hafi hann ekki leyft henni að fara á salernið nema að hafa dyrnar opnar svo hann gæti fylgst með hanni. Bað nágrannann að taka myndir af bifreið konunnar Maðurinn hafi svo sýnt meira og minna af sér ógnandi hegðun í sambandinu þangað til hún sleit því árið 2018 og yfirgaf heimili þeirra. Manninum var svo gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni frá 14. september 2018 til 16. janúar 2019. Ekki sé annað að sjá en að maðurinn hafi brotið það nálgunarbann, að því er segir í dómi. Þannig hafi lögregla fengið upplýsingar þess efnis í október árið 2018 að maðurinn væri að reyna að setja sig í samband við konuna. Þá sé hann grunaður um að hafa beðið nágranna konunnar um að fylgjast með henni og láta hann vita ef hún færi að heiman og taka myndir af bifreið hennar fyrir utan heimilið og senda honum. Nágranninn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði sent sér skilaboð reglulega til að spyrja hvort konan væri heima og hvert hún væri að fara. Leitaði að henni í vinnunni Þá tilkynnti konan um áreiti af hálfu mannsins í lok mars síðastliðnum. Konan sagðist hafa mætt til vinnu að kvöldi og þar hefði henni verið tjáð að maðurinn hefði komið á vinnustaðinn fyrr um kvöldið með mynd af henni og spurt hvort hún væri að vinna. Samstarfsmaður konunnar, sem var að vinna umrætt kvöld, staðfesti frásögn konunnar fyrir dómi og sagði manninn hafa haft í hótunum við sig. Konan kvaðst hafa orðið mjög skelkuð vegna þessarar heimsóknar. Með hliðsjón af öllu framangreindu var manninum gert að sæta nálgunarbanni til og með 25. júlí 2019. Lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus við húsið. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti konunni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti á tímabilinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira