Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði í samtali við fréttastofu ástæðuna vera algjört ósamræmi milli skráðra einstaklinga hjá stofnunni og þeirra sem fyrirtækið greiddi af hjá ríkisskattstjóra.
Forsvarsmenn Manna í vinnu hafa kært ákvörðunina til félagsmálaráðuneytisins og fara fram á að hún verði felld úr gildi eða lækkuð verulega.
Í gögnum fréttastofu kemur meðal annars fram að þeir telja ákvörðun Vinnumálastofnunnar fela í sér valdníðslu og brot á stjórnsýslulögum. Ekki hefur verið úrskurðað í málinu.

