KH tilkynnti þetta í kvöld en nýtt þjálfarateymi var tilkynnt eftir að Arnar Steinn Einarsson þurfti frá að hverfa vegna anna á öðrum vígsstöðvum.
Enginn annar en Birkir Már Sævarsson mun taka við liðinu ásamt Hallgrími Dan en þeir munu þjálfa liðið í sameiningu.
Tilkynning
Hallgrímur Dan og Birkir Már þjálfa KH í sumar.
Arnar Steinn hverfur frá störfum sem þjálfari KH vegna anna á öðrum vígstöðum.#PlayToInspirepic.twitter.com/OxRxm91QaI
— KH (@KHlidarendi) April 15, 2019
Það verður því nóg að gera hjá Birki í sumar en hann mun spila með Val, þjálfa hjá KH og einnig spila með íslenska landsliðinu mikilvæga undankeppnisleiki í júní.
KH leikur í 3. deildinni, fjórðu efstu deild á Íslandi, en þeir duttu út úr Mjólkurbikarnum um liðna helgi er þeir töpuðu 1-0 fyrir KFR.