Hrafnhildur tekur sér frí frá þjálfun: „Ætla að prófa að stjórna mínu lífi sjálf“ Benedikt Grétarsson skrifar 11. apríl 2019 20:28 Hrafnhildur Skúladóttir. vísir/ernir Hrafnhildur Skúladóttir viðurkenndi að slæm byrjun ÍBV hefði kostað alla möguleika gegn Fram, þegar Íslandsmeistararnir unnu ÍBV 34-29 og einvígi liðana 3-0. „Þetta er bara það sama og gerist í seinasta leik þegar við hleypum þeim í góða forystu og það er bara hrikalega erfitt að þurfa að elta svona allan leikinn. Við gerum okkur sekar um ömurleg mistök sem við ætluðum að forðast og t.d. einhver 11 hraðupphlaup í andlitið í fyrri hálfleik. Eftirleikurinn varð svo frekar auðveldur fyrir þær,“ sagði Hrafnhildur eftir leik. „Það er flott að skora 29 mörk en á sama tíma er alltof mikið að fá á sig 34 mörk. Þetta var erfitt en liðið var alveg að gefa sig á fullu í þetta og það er jákvætt. Það var engin uppgjöf í stelpunum og það er alltaf gott að sjá sem þjálfari.“ Hrafnhildur ætlar að taka langþráða hvíld frá handbolta, nú þegar þessu tímabili er formlega lokið. „Ég er búin að ákveða að fara í pásu frá þjálfun og setja sjálfa mig og fjölskylduna í fyrsta sæti. Mín framtíð er því ráðin, a.m.k. næsta árið,“ sagði Hrafnhildur. En er ekki von á þessari miklu keppnismanneskju aftur í þjálfun? „Ég vona svo sannarlega að ég snúi aftur seinna í þjálfun. Ég var búin að ákveða eftir að ég hætti að spila að gefa mér sjálfri og ekki síst fjölskyldunni meiri tíma. Handboltinn hefur stjórnað öllu mínu lífi allan minn feril og ég hef aldrei getað skipulagt neitt vegna handboltans. Maður fær júlí sem frímánuð og þá er maðurinn minn að vinna á fullu, þannig að maður er ekkert að skjótast í helgarferð eitthvað eða gera nokkurn skapaðan hlut.“ „Mig hlakkar mikið til að upplifa örlítinn tíma fyrir sjálfa mig og að fá að stjórna sjálfri mér. Eins stjórnsöm og ég er, þá hef ég ekki haft mikla stjórn á mínu eigin lífi,“ sagði Hrafnhildur brosandi að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 34-29 | Fram í úrslit Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 11. apríl 2019 20:30 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir viðurkenndi að slæm byrjun ÍBV hefði kostað alla möguleika gegn Fram, þegar Íslandsmeistararnir unnu ÍBV 34-29 og einvígi liðana 3-0. „Þetta er bara það sama og gerist í seinasta leik þegar við hleypum þeim í góða forystu og það er bara hrikalega erfitt að þurfa að elta svona allan leikinn. Við gerum okkur sekar um ömurleg mistök sem við ætluðum að forðast og t.d. einhver 11 hraðupphlaup í andlitið í fyrri hálfleik. Eftirleikurinn varð svo frekar auðveldur fyrir þær,“ sagði Hrafnhildur eftir leik. „Það er flott að skora 29 mörk en á sama tíma er alltof mikið að fá á sig 34 mörk. Þetta var erfitt en liðið var alveg að gefa sig á fullu í þetta og það er jákvætt. Það var engin uppgjöf í stelpunum og það er alltaf gott að sjá sem þjálfari.“ Hrafnhildur ætlar að taka langþráða hvíld frá handbolta, nú þegar þessu tímabili er formlega lokið. „Ég er búin að ákveða að fara í pásu frá þjálfun og setja sjálfa mig og fjölskylduna í fyrsta sæti. Mín framtíð er því ráðin, a.m.k. næsta árið,“ sagði Hrafnhildur. En er ekki von á þessari miklu keppnismanneskju aftur í þjálfun? „Ég vona svo sannarlega að ég snúi aftur seinna í þjálfun. Ég var búin að ákveða eftir að ég hætti að spila að gefa mér sjálfri og ekki síst fjölskyldunni meiri tíma. Handboltinn hefur stjórnað öllu mínu lífi allan minn feril og ég hef aldrei getað skipulagt neitt vegna handboltans. Maður fær júlí sem frímánuð og þá er maðurinn minn að vinna á fullu, þannig að maður er ekkert að skjótast í helgarferð eitthvað eða gera nokkurn skapaðan hlut.“ „Mig hlakkar mikið til að upplifa örlítinn tíma fyrir sjálfa mig og að fá að stjórna sjálfri mér. Eins stjórnsöm og ég er, þá hef ég ekki haft mikla stjórn á mínu eigin lífi,“ sagði Hrafnhildur brosandi að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 34-29 | Fram í úrslit Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 11. apríl 2019 20:30 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 34-29 | Fram í úrslit Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 11. apríl 2019 20:30