Rakhnífur Ockhams Davíð Þorláksson skrifar 10. apríl 2019 07:30 Popúlismi hefur farið vaxandi á Vesturlöndum eftir alþjóðlegu efnahagskreppuna 2008. Svo vaxandi er hún að forseti Bandaríkjanna tilheyrir m.a.s. þeim hópi. Stjórnmálamenn sem aðhyllast hana beita gamalkunnum ráðum til að þjappa fólki á bak við hana. Þær snúast um að búa til sameiginlega óvini og nota falsfréttir og samsæriskenningar til að fylkja fólki gegn þeim. Í löndunum í kringum okkur eru þessir óvinir oftast innflytjendur. Íslenskir popúlistar hafa hins vegar ákveðið að gera óvin úr Evrópska efnahagssvæðinu og þriðja orkupakkanum. Því er haldið fram að hið illa og lævísa Evrópusamband ætli að stela af okkur sjálfri orkuauðlindinni með því að neyða okkur til að leggja sæstreng og virkja alla bæjarlæki landsins. Eins og stjórnvöld og fjöldi lögfræðinga hafa margoft bent á þá er þetta auðvitað tóm þvæla. Stjórn orkumála á Íslandi verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda og það verður ekki lagður sæstrengur án samþykkis Alþingis. Þriðji orkupakkinn bætir litlu við þá fyrstu tvo öðru en aukinni neytendavernd. Orkupakkarnir hafa fært orkumarkaðinn frá einokun til samkeppni sem er heillaspor fyrir alla landsmenn. Það gilda nefnilega engin sérstök lögmál um orkumarkað sem gera það að verkum að samkeppni eigi ekki heima þar. Andstæðingar orkupakkans þurfa að fara miklar krókaleiðir til að komast að niðurstöðum sínum. Þannig er það iðulega með samsæriskenningar popúlista. Ástæðan er sú að þriðji orkupakkinn er notaður sem tylliástæða til að grafa undan áliti fólks á Evrópska efnahagssvæðinu. En eins og Vilhjálmur af Ockham kenndi okkur þá er einfaldasta skýringin yfirleitt sönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Popúlismi hefur farið vaxandi á Vesturlöndum eftir alþjóðlegu efnahagskreppuna 2008. Svo vaxandi er hún að forseti Bandaríkjanna tilheyrir m.a.s. þeim hópi. Stjórnmálamenn sem aðhyllast hana beita gamalkunnum ráðum til að þjappa fólki á bak við hana. Þær snúast um að búa til sameiginlega óvini og nota falsfréttir og samsæriskenningar til að fylkja fólki gegn þeim. Í löndunum í kringum okkur eru þessir óvinir oftast innflytjendur. Íslenskir popúlistar hafa hins vegar ákveðið að gera óvin úr Evrópska efnahagssvæðinu og þriðja orkupakkanum. Því er haldið fram að hið illa og lævísa Evrópusamband ætli að stela af okkur sjálfri orkuauðlindinni með því að neyða okkur til að leggja sæstreng og virkja alla bæjarlæki landsins. Eins og stjórnvöld og fjöldi lögfræðinga hafa margoft bent á þá er þetta auðvitað tóm þvæla. Stjórn orkumála á Íslandi verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda og það verður ekki lagður sæstrengur án samþykkis Alþingis. Þriðji orkupakkinn bætir litlu við þá fyrstu tvo öðru en aukinni neytendavernd. Orkupakkarnir hafa fært orkumarkaðinn frá einokun til samkeppni sem er heillaspor fyrir alla landsmenn. Það gilda nefnilega engin sérstök lögmál um orkumarkað sem gera það að verkum að samkeppni eigi ekki heima þar. Andstæðingar orkupakkans þurfa að fara miklar krókaleiðir til að komast að niðurstöðum sínum. Þannig er það iðulega með samsæriskenningar popúlista. Ástæðan er sú að þriðji orkupakkinn er notaður sem tylliástæða til að grafa undan áliti fólks á Evrópska efnahagssvæðinu. En eins og Vilhjálmur af Ockham kenndi okkur þá er einfaldasta skýringin yfirleitt sönn.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun